Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landbúnaðurinn skilar rúmum 73 milljörðum í þjóðarbúið
Fréttir 14. febrúar 2019

Landbúnaðurinn skilar rúmum 73 milljörðum í þjóðarbúið

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í síðustu viku kom út skýrslan „Landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi.“ Meðal niðurstaðna er að rekstrartekjur landbúnaðar á Íslandi voru 73,2 milljarðar króna árið 2017 og höfðu aukist um 13 milljarða frá 2008 að raungildi. Er þá fiskeldi meðtalið. Endanlegar tölur fyrir 2018 liggja ekki fyrir.

Sé horft til skiptingar rekstrartekna eftir landshlutum er landbúnaður stærstur á Suðurlandi, um 28%, og næststærstur á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum, eða 16% á hvoru landsvæði um sig. Minnstur er hann á Suðurnesjum, eða 3%.

Höfundur skýrslunnar er Vífill Karlsson, en skýrslan var unnin í samstarfi við öll atvinnuþróunarfélög og landshlutasamtök á landinu.

 

 

Hlutfallslega mikilvægast fyrir Norðurland vestra

Þegar horft var til vægis landbúnaðar innan hvers landshluta kom í ljós að hann var mikilvægastur á Norðurlandi vestra þar sem hann vó 8% af framleiðsluvirði landshlutans og 6% á Suðurlandi. Á Norðurlandi eystra og á Vestfjörðum var hlutfallslegt vægi landbúnaðar um 3% og um 2% á Austurlandi og Vesturlandi. Á sama mælikvarða hefur hann minnstu þýðingu á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Höfuðborgarsvæðið öflugt í svína- og alifuglarækt

Í ljósi vægis landbúnaðar á atvinnulíf landshlutanna þá vekur athygli hvað tvær búgreinar eru hlutfallslega stórar á höfuðborgarsvæðinu. Það er svínaræktin, en 24% hennar er á höfuðborgarsvæðinu, og alifuglaræktin þar sem 27% af þeirri grein er á því svæði. Einungis Suðurland er með stærra hlutfall í þessum búgreinum, eða 31% í svínarækt og einnig 31% í alifuglarækt.

Á eftir höfuðborgarsvæði og Suðurlandi með samanlagt 55% hlutfall í svínaræktinni, kemur Vesturland með 15% hlutdeild eins og og Suðurnes. Þá er Norðurland eystra með 14% og Norðurland vestra með 1%, en Austfirðir og Vestfirðir eru ekki með neina svínarækt.

Skiptingin er aðeins dreifðari í alifuglaræktinni. Á eftir Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, sem eru samanlagt með 58% af heildinni, þá koma Suðurnes með 25%. Síðan kemur Vesturland með 9%, Norðurland eystra með 5%, Austurland með 2% og Norðurland vestra með 1%. Vestfirðir eru ekki með mælanlegt hlutfall í þeirri framleiðslugrein.

Landbúnaðurinn mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna

Ólíkt ýmsum öðrum atvinnugreinum hefur landbúnaður stutt við ýmsa mikilvæga þætti aðra en að framleiða matvæli. Það má sjá t.d. á fjölþættri tengingu hans við ferðaþjónustu, bæði hvað varðar að stuðla að dreifðri þjónustu við ferðamenn, öryggi vegfarenda, aðgengi að fjölda náttúru- og menningarminja sem og sagnaarfi. Einnig bendir skýrsluhöfundur á mikilvægi þess að landbúnaðurinn hefur viðhaldið sérstöðu íslenskra matvæla, búfjárkynja og ullarvara gagnvart erlendum gestum.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...