Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent
Mynd / Bbl
Fréttir 15. ágúst 2019

Landsmeðaltalshækkun dilkakjöts tíu prósent

Höfundur: smh

Allir sjö sláturleyfishöfarnir hafa birt verðskrár sínar fyrir komandi sauðfjársláturtíð. Fjallalamb bættist í hópinn í morgun, en er ekki með í prentaðri útgáfu Bændablaðsins sem dreift var í morgun. Meðaltalshækkun á dilkum er tíu prósent.

Sláturfélag Suðurlands greiðir áfram hæsta meðalverðið fyrir lambið, eða tæpar 455 krónur á kílóið. 

Mesta hækkunin tæp 15 prósent

Næsthæsta meðalverðið fyrir lambið greiða Kaupfélag Skagfirðinga og SKVH, eða tæpar 452 krónur á kílóið.

Mesta hækkunin nú í ár á meðalverði fyrir lamb, miðað við verð með uppbótum síðasta árs, er hjá Norðlenska sem hækkar verð um tæp 15 prósent á kílóið. 

Sláturtíð hefst hjá Norðlenska 29. ágúst. Forslátrun hófst 9. ágúst hjá KS og SKVH og hefðbundin sláturtíð byrjar 4. september og einnig hjá Sláturfélagi Suðurlands. Slátrun hefst 3. september hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga, hjá SAH verður byrjað að slátra 6. september  og 12. september hjá Fjallalambi. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...