Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Landsmót hestamanna 2026 verður haldið á Hólum í Hjaltadal
Fréttir 8. október 2020

Landsmót hestamanna 2026 verður haldið á Hólum í Hjaltadal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á fundi stjórnar LH þann 28. september, var ákveðið að Landsmót hestamanna 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal. Gengið verður til samninga við Hestamannafélagið Skagfirðing um mótshaldið á grunni fyrirliggjandi samninga við Landsmót 2018, 2022 og 2024.

Stjórn LM ehf. auglýsti laust til umsóknar að halda landsmót hestamanna árið 2024. Þrjár umsóknir bárust sem voru frá hestamannafélögunum Skagfirðingi sem bjóða mótssvæðið á Hólum, Fáki sem býður mótssvæði sitt í Víðidal og Hestamannafélögunum á Suðurlandi sem bjóða mótsvæðið á Rangárbökkum. Landsmót hestamanna hafa verið haldin á öllum þremur stöðunum með miklum ágætum.

Þegar heimsfaraldurinn Covid19 skall á var mótið sem halda átti á Rangárbökkum árið 2020 fært til 2022 og að sama skapi var mótið sem halda á í Spretti 2022 fært til 2024. Umsóknaraðilum var gefinn kostur á að færa umsókn sína frá árinu 2024 til 2026. Allir þrír umsækjendurnir gerðu það.

Stjórn LM átti fund með umsækjendum og er afar jákvætt hversu mikill metnaður er hjá félögunum fyrir að halda glæsilegt landsmót 2026. Allir umsækjendur hafa stuðning sinna sveitarfélaga og þóttu allir uppfylla þau skilyrði og viðmið sem sett eru svo viðburðurinn verði ánægjulegur og hestamennskunni til framdráttar.

Landsmót var haldið á Hólum í Hjaltadal 1966 og 2016. Með þessari ákvörðun hefur stjórn LH félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Það að landsmótin séu haldin í mismunandi landshlutum

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.