Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga 2018–2020.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga 2018–2020.
Mynd / LH hestar
Fréttir 23. október 2018

Lárus endurkjörinn

Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður Lands-sambands hestamannafélaga (LH) á landsþingi þess sem fór fram í Giljaskóla á Akureyri dagana 12. og 13. október. 
 
Lárus bauð sig fram til endurkjörs en hann var kjörinn formaður árið 2014. Fyrrum varaformaður sambandsins, Jóna Dís Bragadóttir, bauð sig einnig fram til formanns.
 
Ný stjórn Landssambandsins til næstu tveggja ára var kosin en hana skipa Ólafur Þórisson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Stefán Logi Haraldsson, Sóley Margeirsdóttir og Jean Eggert Hjartarson Classen. Varastjórn var skipuð Lilju Björk Reynisdóttur, Þórdísi Arnardóttur, Rósu Birnu Þorvaldsdóttur, Siguroddi Péturssyni og Ómari Inga Ómarssyni.
 
Níu einstaklingar hlutu gullmerki LH, heiðursmerki sambandsins, fyrir ötult starf á sviði félagsmála hestamanna. Gullmerkin hlutu Ármann Gunnarsson, Ármann Magnússon, Áslaug Kristjánsdóttir, Björn Jóhann Jónsson, Hólmgeir Valdemarsson, Jónas Vigfússon, Ragnar Ingólfsson, Sigfús Ólafur Helgason og Þorsteinn Hólm Stefánsson.
 
Þá hlaut hestamannafélagið Hringur á Dalvík æskulýðsbikar LH fyrir framúrskarandi starf í æskulýðsmálum.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...