Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga 2018–2020.
Stjórn Landssambands hestamannafélaga 2018–2020.
Mynd / LH hestar
Fréttir 23. október 2018

Lárus endurkjörinn

Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður Lands-sambands hestamannafélaga (LH) á landsþingi þess sem fór fram í Giljaskóla á Akureyri dagana 12. og 13. október. 
 
Lárus bauð sig fram til endurkjörs en hann var kjörinn formaður árið 2014. Fyrrum varaformaður sambandsins, Jóna Dís Bragadóttir, bauð sig einnig fram til formanns.
 
Ný stjórn Landssambandsins til næstu tveggja ára var kosin en hana skipa Ólafur Þórisson, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Stefán Logi Haraldsson, Sóley Margeirsdóttir og Jean Eggert Hjartarson Classen. Varastjórn var skipuð Lilju Björk Reynisdóttur, Þórdísi Arnardóttur, Rósu Birnu Þorvaldsdóttur, Siguroddi Péturssyni og Ómari Inga Ómarssyni.
 
Níu einstaklingar hlutu gullmerki LH, heiðursmerki sambandsins, fyrir ötult starf á sviði félagsmála hestamanna. Gullmerkin hlutu Ármann Gunnarsson, Ármann Magnússon, Áslaug Kristjánsdóttir, Björn Jóhann Jónsson, Hólmgeir Valdemarsson, Jónas Vigfússon, Ragnar Ingólfsson, Sigfús Ólafur Helgason og Þorsteinn Hólm Stefánsson.
 
Þá hlaut hestamannafélagið Hringur á Dalvík æskulýðsbikar LH fyrir framúrskarandi starf í æskulýðsmálum.
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...