Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 18. ágúst 2020

LbhÍ og Fjölbrautaskóli Suðurlands með sameiginlegt garðyrkjunám á framhaldsskólastigi

Höfundur: Ritstjórn

Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSu) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa samið um að setja á fót sameiginlegt garðyrkjunám á framhaldsskólastigi. Skrifað var undir samning þess efnis í gær.

Í tilkynningu á Facebook-síðu LbhÍ kemur fram að um sameiginlega náttúrufræðibraut / búfræði/garðyrkjusvið til stúdentsprófs er að ræða. „Nemendur taka fyrstu tvö árin við FSu og geta síðan hafið nám við LbhÍ í búfræði eða á garðyrkjubrautum skólans. Nemendur útskrifast síðan með sameiginlega gráðu sem stúdent og búfræðingur eða garðyrkjufræðingar,“ segir í tilkynningunni.

Að sögn Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur, rektors LbhÍ, geta nemendur sem hefja nám núna við FSu komið  í garðyrkju- eða búfræðinám í LbhÍ að tveimur árum liðnum. „Samsvarandi samningur hefur verið gerður við Menntaskóla Borgarfjarðar og byggir sá samningur á margra ára farsælu samstarfi um búfræðinámið sem var útvíkkað í sumar og tekur nú einnig til garðyrkjunámsins,“ segir hún.

Markmiðið að draga fleira ungt fólk að garðyrkjunni

„Vonir standa til þess að samstarfið muni draga að fleira ungt fólk í garðyrkjugreinarnar þar sem mikil tækifæri eru til sóknar. Allt að fimm nemendur árlega sem innritast á brautina eiga vísa skólavist í búfræði annars vegar og garðyrkju hinsvegar hjá LbhÍ eftir að hafa lokið þeim hluta námsins sem fram fer við FSu,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

„Það er afar ánægjulegt að hefja formlegt samstarf við FSu um sameiginlega braut til stúdentsprófs og búfræðings / garðyrkjufræðings. Tækifæri innan landbúnaðar eru mikil og víða þörf á nýliðun. Það er því einkar gleðilegt að umsóknir í starfsmenntanám skólans hafa aldrei verið fleiri en í ár,“ er haft eftir Ragnheiði I. Þórarinsdóttir rektor LbhÍ við undirskrift samningsins.

„Fjölbrautaskóli Suðurlands er staðsettur í einu stærsta landbúnaðarhéraði landsins og því er þessi samningur og námsfyrirkomulag afar heppilegt fyrir nemendur okkar sem hyggjast starfa við landbúnað, hvort sem um er að ræða búskap eða garðyrkju. Við erum afar ánægð að geta boðið þetta námsúrræði í FSu og hlökkum til að sjá viðbrögð samfélagsins á Suðurlandi við þessum möguleika,“ er haft eftir Olgu Lísu Garðarsdóttir skólameistari FSu.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...