Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Höfundur: smh

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. Í bæklingnum er farið yfir allt framleiðsluferli nautakjöts á Íslandi og leið­beiningar um hvernig hámarka megi gæðin á öllum stigum.

Leiðbeiningarnar eru unnar af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landssambandi kúabænda ásamt fagaðilum úr Hótel- og veitingaskólanum – og byggja á rannsóknum undanfarinna ára. Vörumerkið Íslenskt gæðakjöt er í eigu íslenskra kúabænda.

Upplýsingar um mat á holdfyllingu.

Efni safnað víðs vegar að
Höskuldur Sæmundsson, sér­fræðingur á markaðs­sviði Bænda­samtaka Íslands.

Höskuldur Sæmundsson, sem starfar nú sem sérfræðingur á markaðssviði nýrra Bændasamtaka Íslands, tók til starfa hjá Landssambandi kúabænda fyrir rúmum tveimur árum. „Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var að það vantaði einmitt svona rit, því ég hafði þá séð nýútkominn bækling frá Matís og Landssambandi sauðfjárbænda um framleiðslu lambakjöts og spurðist fyrir um það hvort svipaðar upp­lýsingar væru fáanlegar fyrir nautakjöt. Það reyndist ekki vera og þannig fór boltinn að rúlla,“ segir Höskuldur.

Forsíðan.

„Sótt var um styrk í Framleiðni­sjóð land­búnaðarins til verksins og fékkst styrkur til að búa til þennan bækling sem loksins leit dagsins ljós núna á haust­mánuðum. Við söfnuðum efni víðs vegar að og létum skrifa fyrir okkur nýtt efni líka, en í bæklingnum má finna yfirlit yfir allt ferlið við framleiðslu á gæðakjötvöru,“ segir Höskuldur enn fremur.

Þeir sem vilja nálgast bæklinginn geta haft samband við Höskuld í gegnum netfangið hoskuldur@bondi.is en hann er einnig aðgengilegur á vefnum naut.is.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...