Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum. Matvælastofnun hefur útbúið leiðbeiningar á grundvelli reglugerðarinnar um helstu skilyrði sem gerð eru til slátrunar og kjötskurðar.
Með litlum sláturhúsum er átt við hús sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og er heimilt að slátra að hámarki 30 gripum á dag. Reglugerðin afmarkast við slátrun og kjötskurðar en gildir ekki um frekari vinnslu.
Í reglugerðinni er m.a. fjallað um hvaða kröfur eru gerðar til húsnæðis og aðstöðu. Um hollustuhætti við slátrunina fer skv. reglugerð um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, nánar tiltekið viðauka III, þátt I, kafla IV.
Þá er jafnframt fjallað um kröfur varðandi innra eftirlit og skal það byggja á meginreglum um greiningu á hættu, mikilvæga stýristaði og forvarnir gegn hættum og taka mið af gildandi löggjöf um innra eftirlit.
Heilbrigðisskoðun fyrir og eftir slátrun verður framkvæmd af opinberum dýralæknum í samræmi við gildandi löggjöf.
Þeim sem hyggjast starfrækja lítið geit- og sauðfjársláturhús er bent á að afla sér upplýsinga hjá viðkomandi heilbrigðiseftirlitssvæði um reglur varðandi vatnsból og mengunar- og frárennslismál.
Leiðbeiningar Matvælastofnunar um framleiðslu í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum