Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Leifar af kókaíni, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum finnast í villtum laxi
Fréttir 5. september 2017

Leifar af kókaíni, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum finnast í villtum laxi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leifar af áttatíu og einni gerð af lyfjum og snyrtivörum hafa greinst í villtum laxi sem veiðist við árósa Puget-svæðis sem er skammt frá Seattle-borg í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Meðal lyfja eru kókaín, þunglyndis-, verkja- og sýklalyf.

Stundum er er því haldið fram að villtur lax sé einhver hollasti matur í heimi. Fullur af ómega 3, próteini og góðum fitusýrum. Rannsóknir á villtum laxi við árósa Puget-svæðis skammt frá Seattle-borg í Washington-ríki í Bandaríkjunum er einnig stappfullur af leifum af alls konar lyfjum og snyrtivörum.

Meðal þeirra áttatíu og eins lyfjaleifa sem fundist hafa í laxi við árósana er talsvert magn af kókaín, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum.

Áætlað er að um 45 tonn af lyfjum og snyrtivörum berist í árósana á ári.

Lyfjum sturtað niður

Flest bendir til að lyfin hafi borist í laxinn úr lyfjum sem fólk hefur skolað niður og hreinsistöðvar hafi ekki náð að skilja út áður en þau bárust í ána. Í Seattle Times er haft eftir fulltrúa bandaríska lyfjaeftirlitsins að magn efnanna í laxinum  hafi verið mun meira en búist hafði verið við og að mismunandi efni hafi fundist í 62% sýna. Auk þess sem leifar af lyfjum og snyrtivörum fundust einnig í vatnssýnum sem tekin voru við árósana.

Veiðieftirlitsmenn í Washington-ríki segjast hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif lyfjakokteillinn geti haft á dýralíf á Puget-svæðinu og öðrum svæðum þar sem mikið magn af lyfjum kann að finnast í náttúrunni. Mælingar sýna að lax sem sækir í árósa við Puket deyr að jafnaði mun yngri en laxar sem sækja í ár sem ekki eru mengaðar af lyfjum og snyrtivörum.

Líkt og mengun vegna plasts og gróðurhúsalofttegunda, sem mikið er í umræðunni núna, er mengun vegna lyfja og snyrtivara vaxandi vandamál sem alfarið er af mannavöldum.

Skylt efni: villtur lax | lyf

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...