Leifar af kókaíni, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum finnast í villtum laxi
Leifar af áttatíu og einni gerð af lyfjum og snyrtivörum hafa greinst í villtum laxi sem veiðist við árósa Puget-svæðis sem er skammt frá Seattle-borg í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Meðal lyfja eru kókaín, þunglyndis-, verkja- og sýklalyf.
Stundum er er því haldið fram að villtur lax sé einhver hollasti matur í heimi. Fullur af ómega 3, próteini og góðum fitusýrum. Rannsóknir á villtum laxi við árósa Puget-svæðis skammt frá Seattle-borg í Washington-ríki í Bandaríkjunum er einnig stappfullur af leifum af alls konar lyfjum og snyrtivörum.
Meðal þeirra áttatíu og eins lyfjaleifa sem fundist hafa í laxi við árósana er talsvert magn af kókaín, þunglyndis-, verkja- og sýklalyfjum.
Áætlað er að um 45 tonn af lyfjum og snyrtivörum berist í árósana á ári.
Lyfjum sturtað niður
Flest bendir til að lyfin hafi borist í laxinn úr lyfjum sem fólk hefur skolað niður og hreinsistöðvar hafi ekki náð að skilja út áður en þau bárust í ána. Í Seattle Times er haft eftir fulltrúa bandaríska lyfjaeftirlitsins að magn efnanna í laxinum hafi verið mun meira en búist hafði verið við og að mismunandi efni hafi fundist í 62% sýna. Auk þess sem leifar af lyfjum og snyrtivörum fundust einnig í vatnssýnum sem tekin voru við árósana.
Veiðieftirlitsmenn í Washington-ríki segjast hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif lyfjakokteillinn geti haft á dýralíf á Puget-svæðinu og öðrum svæðum þar sem mikið magn af lyfjum kann að finnast í náttúrunni. Mælingar sýna að lax sem sækir í árósa við Puket deyr að jafnaði mun yngri en laxar sem sækja í ár sem ekki eru mengaðar af lyfjum og snyrtivörum.
Líkt og mengun vegna plasts og gróðurhúsalofttegunda, sem mikið er í umræðunni núna, er mengun vegna lyfja og snyrtivara vaxandi vandamál sem alfarið er af mannavöldum.