Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA.
Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA.
Mynd / Sorpa
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) hafi verið veitt leyfi til gas- og jarðgerðar úr matarafgöngum, sem falla til í heimiliseldhúsum og stóreldhúsum.

Stöðin hefur einnig leyfi til að vinna úr ósöluhæfum matvælum frá verslunum og heildsölum. Hráefni sem ætlað er fyrir stöðina skal vera sérflokkað á upprunastað og sett í söfnunarpoka áður en það fer í brúnar flokkunartunnur.

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög þar sem bann er lagt við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi, lífúrgangi. Leyfisveiting Matvælastofnunar kemur í kjölfar tíðinda af góðum árangri í sérsöfnun og flokkun á matarleifum á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að GAJA muni nú gegna lykilhlutverki í endurnýtingu næringarefna í matarleifum og stuðla þannig að hringrás þeirra.

Minnir Matvælastofnun á að endurvinnslan á næringarefnunum hefjist í eldhúsunum og mikilvægt sé að hráefnin séu flokkuð samviskusamlega og þess gætt að óleyfileg efni fari ekki með matarleifum í söfnunarpokana.

Í umfjöllun Sorpu um árangurinn á síðasta ári kemur fram að mælingar í GAJA sýni að hreinleiki í matarleifum árið 2023 hafi verið 98 prósent, sem sé gríðarlega góður árangur og til marks um að íbúar standi vel að flokkun matarleifa.

Skylt efni: GAJA

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...