Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA.
Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA.
Mynd / Sorpa
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) hafi verið veitt leyfi til gas- og jarðgerðar úr matarafgöngum, sem falla til í heimiliseldhúsum og stóreldhúsum.

Stöðin hefur einnig leyfi til að vinna úr ósöluhæfum matvælum frá verslunum og heildsölum. Hráefni sem ætlað er fyrir stöðina skal vera sérflokkað á upprunastað og sett í söfnunarpoka áður en það fer í brúnar flokkunartunnur.

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög þar sem bann er lagt við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi, lífúrgangi. Leyfisveiting Matvælastofnunar kemur í kjölfar tíðinda af góðum árangri í sérsöfnun og flokkun á matarleifum á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að GAJA muni nú gegna lykilhlutverki í endurnýtingu næringarefna í matarleifum og stuðla þannig að hringrás þeirra.

Minnir Matvælastofnun á að endurvinnslan á næringarefnunum hefjist í eldhúsunum og mikilvægt sé að hráefnin séu flokkuð samviskusamlega og þess gætt að óleyfileg efni fari ekki með matarleifum í söfnunarpokana.

Í umfjöllun Sorpu um árangurinn á síðasta ári kemur fram að mælingar í GAJA sýni að hreinleiki í matarleifum árið 2023 hafi verið 98 prósent, sem sé gríðarlega góður árangur og til marks um að íbúar standi vel að flokkun matarleifa.

Skylt efni: GAJA

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...