Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leyfi til að selja glýfosat í ESB framlengt um 18 mánuði
Fréttir 30. júní 2016

Leyfi til að selja glýfosat í ESB framlengt um 18 mánuði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leyfi til að selja plöntueitrið glýfosat hefur verið framlengt í löndum Evrópusambandsins um 18 mánuði.

Talsverður styr hefur verið innan nefndar Evrópusambandsins sem sér um leyfi á sölu efna til að drepa plöntur. Um tíma leit út fyrir að bannað yrði að selja plöntueitur sem innihalda glýfosat frá um með 30. júní. Ástæða bannsins var sú að talið er að efnið sé krabbameinsvaldandi án þess þó að óyggjandi sannanir þar um liggi fyrir.

Niðurstöður rannsókna á skaðsemi glýfosat stangast iðulega á eftir því hvort framleiðendur eða andstæðingar notkunar á efninu greiða fyrir þær.

Framleiðandinn hefur fengið 18 mánaða frest, eða til ársloka 2017, til að sýna fram á að efnið sé ekki skaðlegt heilsu manna. Takist það verður leyfi til sölu á efninu framlengt um fimmtán ár

Glýfósat er meðal annars virka efnið í Round up sem mikið er notað í landbúnaði í Evrópu og til að drepa óvinsælan gróður í görðum hér á landi.

Talsmenn bannsins segja að með frestuninni hafi verið gefið áframhaldandi leyfi til að dæla hundruðum þúsundum tonna út í náttúruna. Talið er notkun á glýfosati í heiminum á síðasta áratug hafi verið um 6000 milljón tonn.

Undanfarin ár hefur borið á að plöntur sem drepa á með glýfosat hafi myndað mótstöðu gegn efninu og að sífellt verði að nota sterkari blöndur af því að kokteil af efnum til að drepa plönturnar.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...