Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ásmundur Lárusson, bóndi á Norðurgarði á Skeiðum, sáði út, ásamt fjölskyldu sinni, brokkolí og blómkáli í vor til að auka fjölbreytni í framleiðslu á bænum.
Ásmundur Lárusson, bóndi á Norðurgarði á Skeiðum, sáði út, ásamt fjölskyldu sinni, brokkolí og blómkáli í vor til að auka fjölbreytni í framleiðslu á bænum.
Fréttir 31. júlí 2020

Lífleg brokkolí- og blómkálsrækt á Skeiðunum

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir
Bændurnir á Norðurgarði á Skeið­um ákváðu að hefja tilrauna­ræktun með blómkál og brokkolí á vormánuðum og um þessar mundir byrja þau að uppskera brokkolí en blómkálið á aðeins lengra í land. Ef vel gengur hyggjast þau færa enn frekar út kvíarnar og prófa fleiri tegundir, eins og kínakál og hvítkál, á næsta ári. 
 
Hjónin Ásmundur Lárusson og Matthildur Elsa Vilhjálmsdóttir reka sextíu kúa mjólkurbú á Norðurgarði ásamt því að vera með uppeldisgrísi fyrir Laxárdal. Nú bætist einnig útiræktunin við sem er á um 15 hektara svæði. 
„Þar sem sonur okkar og jafnvel báðir synirnir eru að koma inn í reksturinn hugsuðum við leiðir til að hafa meiri fjölbreytileika og ákváðum að prófa þessa ræktun. Síðan finnst mér þetta í raun mjög skemmtilegt svo það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast. Við sáðum þessu út í bakka í gróðurhúsi til að byrja með hérna heima um miðjan aprílmánuð áður en þessu var plantað út,“ útskýrir Ásmundur. 
 
Horfa til meiri fjölbreytni
Ef vel gengur setja hjónin stefnuna á að koma sér upp gróðurhúsi næsta vor fyrir enn frekari ræktun. Nú styttist í að þau geti farið að uppskera brokkolí en blómkálið á örlítið lengra í land.
„Þetta eru vörur sem vantar virkilega á markaðinn, það er úr íslenskri ræktun sem er fullmögulegt. En þetta er töluvert bras og mikil vinna í kringum þetta. Við erum að uppskera í kringum 3–400 gramma hausa og hefur varan um fimm vikna geymsluþol. Við ákváðum að fara í samstarf við Sölufélagið sem kemur hingað og sækir og sér um að pakka vörunni fyrir verslanir,“ segir Ásmundur og bætir við:
„Það var kalt í vor en það virðist ekki koma að sök, þessi ræktun hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Nú erum við strax farin að hugsa um fleiri möguleika, það er að hafa meiri fjölbreytni og horfum við til kínakáls og hvítkáls næsta vor. Við notum engin eiturefni við ræktunina, einungis áburð og síðan fer afskurðurinn í kýrnar svo það er hámarksnýting á afurðinni. En þetta útheimtir mannskap, bæði þegar sett er niður og við upptöku og það þarf að gera í góðu veðri svo það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga eins og við búskap almennt.
 
Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.