Lífrænt land stækkað
Fréttir 3. september 2024

Lífrænt land stækkað

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stefnt er að því að lífrænt vottað land á Íslandi verði tíu prósent af öllu landbúnaðarlandi árið 2040.

Aðgerðaáætlun stjórnvalda um eflingu lífræns vottaðrar framleiðslu var gefin út á þriðjudaginn. Íslenskt lífrænt vottað landbúnaðarland hefur fram til þessa verið metið undir einu prósenti alls landbúnaðarlands.

Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að hlutfall af lífrænu landbúnaðarlandi í löndum sambandsins verði komið í 25 prósent árið 2030, en það var talið vera 10 prósent árið 2021.

Engar efnislegar breytingar voru gerðar á áætluninni frá því að drög að henni voru gefin út í desember á síðasta ári, en þá var hún lögð í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Aðgerðaáætlunin skiptist upp í fimm meginaðgerðir sem tengjast aðlögunar- og rekstrarstyrkjum, aðföngum, rannsóknum og ráðgjöf, markaðsstarfi og fræðslu og loks eftirfylgni og endurskoðun. Þá er í viðauka gerð grein fyrir aðgerðum sem heyra undir önnur ráðuneyti en matvælaráðuneyti, eins og til dæmis á sviði menntunar.

„Það er auðvitað bæði ánægjulegt og spennandi að aðgerðaáætlunin sé fullgerð og hafi litið dagsins ljós,“ segir Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR (Verndun og ræktun) – félags um lífræna ræktun og framleiðslu. „Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld gefa út áætlun af þessu tagi og það er mikilvæg hvatning fyrir þá sem lifa og starfa innan lífræna geirans að finna fyrir stuðningi stjórnvalda í verki. Ég er bjartsýn á að það hafi jákvæð áhrif á greinina í heild og muni styðja við vöxt og fjölgun framleiðenda með lífræna vottun.

Það er einnig ánægjulegt að sjá að áætlunina á að endurskoða reglulega, en  mikilvægast er auðvitað að halda henni lifandi, vinna eftir henni og að fjármunum sé varið í framkvæmd þeirra markmiða sem þar eru sett fram.

Í lífrænni ræktun og framleiðslu, þeirri þekkingu sem þegar er til staðar og mannauðnum innan greinarinnar, eru mikil verðmæti fólgin og áætlunin getur orðið mikilvægt verkfæri til að viðhalda þeim verðmætum samhliða vexti greinarinnar í heild.“





Lífrænt land stækkað
Fréttir 3. september 2024

Lífrænt land stækkað

Stefnt er að því að lífrænt vottað land á Íslandi verði tíu prósent af öllu land...

Græða á kjúklingi en tapa á svíni
Fréttir 3. september 2024

Græða á kjúklingi en tapa á svíni

Tvö félög um framleiðslu kjöts og matvælavinnslu í eigu Mataveldisins svokallaða...

Þreytt á umgengni og fýlu frá verksmiðju
Fréttir 2. september 2024

Þreytt á umgengni og fýlu frá verksmiðju

Hjónin á bænum Lambastöðum í Flóahreppi, þau Svanhvít Hermannsdóttir og Almar Si...

Fundur norrænna bændasamtaka
Fréttir 2. september 2024

Fundur norrænna bændasamtaka

Bændasamtök Íslands (BÍ) buðu fulltrúum frá systursamtökum sínum á Norðurlöndum ...

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu
Fréttir 30. ágúst 2024

Slæmt ástand á kolsýruvinnslu

Ástand kolsýruuppspretta á Hæðarenda í Grímsnesi er ekki í lagi að mati eiganda ...

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum
Fréttir 30. ágúst 2024

Sigurborg mótar nýja heildarstefnu í dýraheilsumálum

Sigurborg Daðadóttir fer úr embætti yfirdýralæknis og tekur við nýju starfi í ma...

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%
Fréttir 30. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði í síðustu viku afurðaverð til sauðfjárbænda....

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru
Fréttir 29. ágúst 2024

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru

Í Þykkvabænum er útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru þegar á heildina er litið...