Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Líklegt að fuglaflensa berist til landsins
Fréttir 3. mars 2017

Líklegt að fuglaflensa berist til landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá því í október á síðasta ári hefur alvarlegt afbrigði fuglaflensu greinst í fuglum víða í Evrópu. Matvælastofnun ásamt sérfræðingum við Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum og Háskóla Íslands telja töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist til landsins með farfuglum.

Í frétt á heimasíðu Matvælastofnunnar segir að fuglaeigendur þurfa að vera undir það búnir að geta hýst fuglana sína eða haft þá í girðingu undir þaki.

Almenningur er beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar verði hann var við óeðlilegan fugladauða. Ekki er vitað til að fólk hafi veikst af því afbrigði fuglaflensuveirunnar sem mest er um í Evrópu nú.

Breiðist hratt út í Evrópu

Fuglaflensa af völdum alvarlegs afbrigðis fuglaflensuveiru af sermisgerðinni H5N8 breiðist hratt út í Evrópu um þessar mundir, bæði í villtum fuglum og alifuglum, m.a. á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til.

Starfshópur sem í eru sérfræðingar Matvælastofnunar, Háskóla Íslands, Tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnalæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglunum, sem nú fara senn að streyma til landsins. Meðgöngutími sýkingarinnar eru nokkrir dagar og því geta fuglar, sem hafa smitast stuttu áður en þeir leggja af stað yfir hafið, náð hingað áður en þeir veikjast. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla.

Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn.

Sýnataka undirbúin

Áðurnefndur starfshópur vinnur einnig að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, m.a. í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós, s.s. flug á rafmagnslínur, rúður eða fyrir bíla.

Matvælastofnun hvetur almenning til að tilkynna um fund á dauðum fuglum. Tilkynningarnar þurfa að berast um heimasíðu Matvælastofnunar. Þar er smellt á hnapp sem við stendur „sendu ábendingu“. Þá opnast eyðublað sem þarf að fylla út. Tilgreina þarf á sem nákvæmastan hátt hvar fuglarnir finnast, helst að tilgreina hnit staðarins, sem oftast er einfalt að finna með smáforritum í snjallsímum. Jafnframt þarf að koma fram um hversu marga fugla er að ræða og best er að setja mynd með. Starfsfólk MAST mun fara yfir ábendingar sem berast og sjá um að sýni séu tekin ef ástæða þykir til.

Þrjú viðbúnaðarstig

Matvælastofnun hefur skilgreint þrjú viðbúnaðarstig varðandi fuglaflensu. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.

Á næstunni mun Matvælastofnun að öllu óbreyttu leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru því fuglaeigendur hvattir til að fara að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar.

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu veldur dauða margra þeirra fugla sem smitast og ef hún greinist í alifuglum eða öðrum fuglum í haldi, þarf að lóga öllum fuglum á viðkomandi stað og setja strangar reglur um bú í nágrenni þess, til að hefta útbreiðslu veikinnar.

Ekki er vitað til að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú.

Upplýsingablað Matvælastofnunar um viðbúnað vegna fuglaflensu
 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...