Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lítið atvinnuleysi á Suðurlandi
Fréttir 28. október 2022

Lítið atvinnuleysi á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Atvinnuleysi á Suðurlandi er nú 1,7 % og minnkaði um 0,3% frá síðasta mánuði.

Svava Júlía Jónsdóttir.

Um 300 manns eru í atvinnuleit á svæðinu sem nær frá Hornafirði í austri til Helliðsheiðarvirkjunar í suðri.

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu er 2,8%, því má segja að atvinnuleysi á Suðurlandi sé með því lægsta á landinu öllu og er búið að ná sama jafnvægi og fyrir Covid.

„Það er eitthvað að berast inn af störfum frá fyrirtækjum á Suðurlandi en þó mættu vera fleiri skráningar. Þau störf sem eru að koma inn eru flest í ferðaþjónustu, framleiðslugreinum og þjónustu,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi.

Flóttamönnum fjölgar á svæðinu

Svava Júlía segir að Vinnumálastofnun leitist ávallt við að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir almenna atvinnuleitendur, atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og flóttamenn.

Flóttamönnum hefur fjölgað talsvert á svæðinu og mun sú þróun halda áfram inn í haustið.

„Við erum við alltaf reiðubúin í samstarf við atvinnurekendur og hvetjum þá til að skrá inn starf hjá okkur í gegnum heimasíðuna okkar. Ávinningurinn er mikill á báða bóga.

Atvinnurekandi fær starfsmann, sem vill leggja sitt af mörkum og atvinnurekandinn sýnir samfélagslega ábyrgð, eykur fjölbreytileika í starfsmannahópnum og stuðlar að jákvæðari ímynd fyrirtækis,“ segir Svava Júlía.

Skylt efni: atvinnuleysi

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...