Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Lítið atvinnuleysi á Suðurlandi
Fréttir 28. október 2022

Lítið atvinnuleysi á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Atvinnuleysi á Suðurlandi er nú 1,7 % og minnkaði um 0,3% frá síðasta mánuði.

Svava Júlía Jónsdóttir.

Um 300 manns eru í atvinnuleit á svæðinu sem nær frá Hornafirði í austri til Helliðsheiðarvirkjunar í suðri.

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu er 2,8%, því má segja að atvinnuleysi á Suðurlandi sé með því lægsta á landinu öllu og er búið að ná sama jafnvægi og fyrir Covid.

„Það er eitthvað að berast inn af störfum frá fyrirtækjum á Suðurlandi en þó mættu vera fleiri skráningar. Þau störf sem eru að koma inn eru flest í ferðaþjónustu, framleiðslugreinum og þjónustu,“ segir Svava Júlía Jónsdóttir, forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi.

Flóttamönnum fjölgar á svæðinu

Svava Júlía segir að Vinnumálastofnun leitist ávallt við að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir almenna atvinnuleitendur, atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og flóttamenn.

Flóttamönnum hefur fjölgað talsvert á svæðinu og mun sú þróun halda áfram inn í haustið.

„Við erum við alltaf reiðubúin í samstarf við atvinnurekendur og hvetjum þá til að skrá inn starf hjá okkur í gegnum heimasíðuna okkar. Ávinningurinn er mikill á báða bóga.

Atvinnurekandi fær starfsmann, sem vill leggja sitt af mörkum og atvinnurekandinn sýnir samfélagslega ábyrgð, eykur fjölbreytileika í starfsmannahópnum og stuðlar að jákvæðari ímynd fyrirtækis,“ segir Svava Júlía.

Skylt efni: atvinnuleysi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...