Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lítil skilgreining á lífhagkerfi
Fréttir 3. júlí 2015

Lítil skilgreining á lífhagkerfi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þekkt er að hagsmunir liggja víða saman t.a.m. bendir margt til þess að matvælaframleiðendur hafi magra áþekka sameiginlega hagsmuni þó þeir séu fjölbreyttur hópur ólíkra aðila.

Í því felast kostir fyrir framleiðendur sjávarfangs að líta á sig tilheyra sömu heild og bændur innan lífhagkerfisins.

Á heimasíðu Matís segir að undanförnu hafi í vaxandi mæli orðið vart við hugtakið lífhagkerfi. Sem dæmi um það má nefna að formennska Íslands í Norræna ráðherraráðinu snérist um Lífhagkerfi Norðurlanda og jafnframt tekur núverandi formennska Dana í norrænaráðherraráðinu mið af lífhagkerfinu og þá sérstaklega því sem tengist hafinu. Í samhengi við þá áherslu má nefna velheppnaða ráðstefnu sem haldin var í Færeyjum í nýliðnum júní mánuði lífhagkerfi í kjölfar áherslu á þekkingar samfélög. Evrópskt samstarf um rannsóknir og þróun tiltók þekkingar miðað lífhagkerfi sem eina af áherslum samstarfsins á árunum 2007-2013.

Aukin heldur hafa Kínverjar reynt að temja sér álíka hugsun um lífhagkerfi frá árinu 2005. Reyndar var lífhagkerfi hleypt af stokkunum í Kína og í Evrópu með dags millibili haustið 2005.

Matvælaframleiðendur hafa æði samþætta hagsmuni og samstarf milli ólíkra greina matvælaframleiðslu getur nýst hvorttveggja hverjum og einum sem og samheitinu matvælaframleiðendur. Matvælalandið Ísland hefur dregið fram í dagsljósið ótvíræða kosti fjölþætts samstarfs innan lífhagkerfisins.


Hér er ein skilgreining sem æ fleiri hampa mælt fram af munni þess sem stundum hefur verið nefndur faðir lífhagkerfisins í Evrópu: Lífhagkerfi er efnahagslega hegðun sem nýtir endurnýjanlegar lífrænar auðlindir. Auðlindir sem notaðar eru í fjölbreyttum virðiskeðjum sem notast við framleiðslu á nýjum afurðum, með nýjum eiginleikum. Sjálfbærni er lykilþáttur í lífhagkerfi.
 

Skylt efni: Matís | lífhagkerfi

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...