Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Björn Halldórsson, formaður land­s­sambands íslenskra loðdýra­bænda, var fulltrúi loðdýra­bænda á nýafstöðnu búnaðarþingi.
Björn Halldórsson, formaður land­s­sambands íslenskra loðdýra­bænda, var fulltrúi loðdýra­bænda á nýafstöðnu búnaðarþingi.
Fréttir 28. apríl 2016

Loðdýrabændur reyna að halda sjó

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samband íslenskra loðdýrabænda (SÍL) héldu aðalfund sinn 9. apríl. Ljóst er að það verðfall sem orðið hefur á skinnum á síðustu árum er farið að þyngja verulega róðurinn hjá sumum íslensku loðdýrabændunum. Væntingar eru þó til að markaðsverð kunni að fara að þokast upp á við á nýjan leik.
Þótt íslenskir loðdýrabændur standi sterkt hvað gæði skinnanna varðar og séu þar að fá næsthæsta verðið á eftir Dönum, þá er verðið samt það lágt að það stendur ekki undir framleiðslukostnaði. Fyrir aðra framleiðendur víðs vegar um heiminn, sem eru að fá enn lægra verð, er mun verri staða. Þegar hefur orðið töluverð fækkun í hópi framleiðenda vegna þessa víða um lönd, en íslensku framleiðendurnir reyna að halda sjó í von um betri tíð.
 
Svo virðist sem botninum sé náð hvað skinnaverð áhrærir og boðanir kaupenda á næsta skinnauppboð sem hefst hjá Köbenhagen Fur 14. apríl, eru mun meiri en á síðasta uppboði sem fór fram 17. til 23. febrúar. Þá þykir það góðs viti að öll skinn sem í boði voru á síðasta uppboði seldust upp. Þótt íslensku loðdýrabændurnir geri ráð fyrir að verð haldist áfram lágt á næsta uppboði og á haustuppboðinu í september, þá meta menn stöðuna þannig að eftir það ætti hagurinn mögulega að fara að vænkast.
 
Vitað er að einhverjir kaupendur hafa verið að sanka að sér skinnabirgðum meðan verð er lágt, sem þeir hafa þá geymt í frosti. Miðað við eftirspurn á markaðnum er þó talið að slíkar birgðir verði fljótar að hreinsast upp. Ef við bætist svo grisjun í hópi minkabænda með tilheyrandi samdrætti í framleiðslu, þá gera menn sér vonir um að staðan geti breyst tiltölulega hratt til hins betra. Talið er að samdráttur frá síðasta ári geti verið allt að 25%. 
 
Verðfallið sem hófst á skinnunum 2014 hefur leitt til þess að íslenskir minkabændur hafa orðið að ganga verulega á eigið fé til að halda sér á floti. Þeir sem voru nýbyrjaðir í rekstri og þeir sem höfðu verið í uppbyggingu hafa síðan orðið að treysta á velvild banka. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins hefur það reynst erfiður róður hjá sumum og bankar sýnt þessari stöðu ótrúlega lítinn skilning. Þrátt fyrir það er síður en svo flótti úr greininni. Frekar að ungt fólk sýni því áhuga að koma inn í greinina. Ekki er vitað nema um einn loðdýrabónda sem ákveðið hefur að hætta rekstri, en þar er gert ráð fyrir að rekstur geti hafist að nýju þegar markaðsaðstæður lagast. 
 
Ein breyting á stjórn
 
Á aðalfundi íslenskra loðdýra­bænda var gerð ein breyting á stjórninni. Þar er Björn Halldórsson á Akri í Vopnafirði enn formaður. Aðrir í stjórn eru Skarphéðinn Pétursson, gjaldkeri á Hrísum í Svarfaðardal, en Jesper Lyhne Bækaard, Héraðsdal II í Skagafirði, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ástæðan er m.a. sú að Jesper og eiginkonan, Halla Ólafsdóttir, eru nú að huga að búferlaflutningi til Danmerkur. Í stað Jespers var Björn Harðarson í Holti í Flóa kosinn í stjórnina. Framkvæmdastjóri félagsins er sem fyrr Árni V. Kristjánsson, fyrrverandi minkabóndi, og hefur hann verið öflugur tengiliður við Kobenhagen Fur í Kaupmannahöfn. Þá hefur hann tekið við sem aðaltengiliður SÍL við Fur Europe af Jesper Lyhne Bækaard. 
 
Bætt vinnubrögð og öflug ráðgjöf
 
Í skýrslu stjórnar sem formaðurinn Björn Halldórsson flutti á aðal­fundinum kom m.a. fram að unnið hefur verið að átaksverkefni í samvinnu við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) sem snýr að bættum vinnubrögðum  og hráefnameðferð í fóðurstöðvum landsins. Er verkefninu lokið og er það mat manna að markmiðum hafi þegar verið náð. Þá kemur fram að íslenskir loðdýrabændur hafa haft nána samvinnu við danska sérfræðinga í loðdýrarækt bæði hvað varðar fóður og við að leiðbeina bændum á búunum sjálfum. Var m.a. gerður samningur við Peder Elbæk um slíka þjónustu.
 
„Ekki er vafi á því að bændum er verulegur stuðningur í því að fá slíkan mann í heimsókn á bú sín,“ sagði Björn í skýrslu sinni.
 
Athugsasemdir loðdýrabænda við nýjan búvörusamning fengu  lítinn hljómgrunn
 
Í tengslum við endurnýjun búvörusamninga gerðu loðdýrabændur athugasemdir við kröfur varðandi velferð búa. Lutu þær m.a. að kostnaði sem fellur á bændur vegna þess sem kallað er „hillur og annað umhverfisaukandi í minkabúum“. Skemmst er frá að segja að athugasemdir minkabænda fengu engar undirtektir og voru ekki heldur færð nein rök fyrir höfnun á kröfu minkabænda, að sögn Björns. 
„Sömu meðhöndlun fékk krafa okkar um að ríkið skilaði þeim fjármunum sem eftir voru til eflingar fóðurstöðvunum. Þar var um að ræða rúmar 60 milljónir sem frá okkur voru teknar 2011.“ 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...