Verð komið í 6 þúsund krónur á skinn og stendur undir framleiðslukostnaði
„Þetta er rosalega ánægjulegt,“ segir Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og formaður Sambands loðdýrabænda, um nýafstaðið uppboð á skinnum í Kaupmannahöfn. Því lauk í byrjun vikunnar og fengust um 6 þúsund krónur fyrir skinn að meðaltali.