Tvær breytingar á stjórn SÍL
Aðalfundur SÍL, Samband íslenskra loðdýrabænda, var haldinn laugardaginn 24. febrúar. Tvær breytingar urðu á stjórn sambandsins.
Nýr formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda er Einar E. Einarsson, Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Ritari Björn Harðarson, bóndi Holti, og nýr gjaldkeri Þorbjörn Sigurðsson í Ásgerði.
Búnaðarþingsfulltrúi SÍL er Björn Halldórsson, fráfarandi formaður sambandsins, Akri, Vopnafirði. Framkvæmdastjóri SÍL er Árni V. Kristjánsson.