Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aukin framleiðni í landbúnaði á norðurslóðum vegna hlýnunar jarðar mun ekki duga til að jafna upp tapið sem verður í hitabeltinu.
Aukin framleiðni í landbúnaði á norðurslóðum vegna hlýnunar jarðar mun ekki duga til að jafna upp tapið sem verður í hitabeltinu.
Fréttir 4. júlí 2017

Loftslagsbreytingar munu draga úr matvælaframleiðslu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Breytingar á loftslagi munu hafa mikil áhrif á matvælaframleiðslu heimsins á komandi árum. „Þær munu hafa mikil áhrif á magn, gæði og staðsetningu matvælaframleiðslunnar,“ segir Sam Myers, sem er doktor í lyfjafræði við Harvard T.H. Chan School of Public Health.
 
Myers hefur stundað rannsóknir á því hvernig umhverfisáhrif hafa áhrif á heilsu manna. Ræddi hann þetta m.a. á ráðstefnu fyrr á þessu ári.
 
„Við höfum aldrei áður þurft að auka fæðuframleiðslu jafn mikið og nú til að anna aukinni eftirspurn á heimsvísu. Á sama tíma erum við að gjörbylta líffræðilegum undirstöðum framleiðslunnar vegna breytinga á loftslagi.“
 
Draga mun úr matvælaframleiðslu
 
Hann segir að breytingar á loftslagi muni draga úr framleiðslu á heimsvísu. Þótt sumir vísindamenn hafi haldið því fram að vaxandi koltvíssýringur í loftinu muni virka eins og áburður fyrir plöntur, þá kunni það að virka öfugt fyrir sumar tegundir eins og korn og hveiti. Það eigi einkum við hitabeltissvæði sem til þessa hafi gefið góða uppskeru en verði rýr vegna hækkandi hitastigs. 
 
Myers vísar til niðurstaðna rannsókna sem benda til að aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu leiði til hækkunar hitastigs sem leiði til minni uppskeru vegna þurrka á vissum svæðum. Þar muni tíðni ýmissa sjúkdóma einnig aukast, en slíkar pestir séu orsakavaldur að 25 til 40% uppskerutaps í dag. Ef hitastig hækkar enn meira aukist útbreiðsla slíkra sjúkdóma. 
 
Þá muni skordýr flytja sig yfir á svæði þar sem þau þekkjast ekki í dag sem og ýmsar fuglategundir sem erfitt verði að hafa hemil á. 
 
Staðan verður verst í hitabeltinu
 
Hann telur að landbúnaður á hitabeltissvæðum muni að öllum líkindum verða verst úti. Þar verði erfiðara fyrir bændur að vinna sökum hita sem leiði til minni framleiðslu auk þess sem ræktunarskilyrði versni. Þetta sé einkum alvarlegt í ljósi þessa að þar sé fólksfjölgunin mest og muni verða svo á næstu 50 árum.
 
Tíðni næringarefnaskorts mun aukast
 
Þá muni aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu leiða til þess að gæði sumra plantna muni versna og þær missa hluta af næringargildi sínu. Það leiði aftur til versnandi heilsufars fólks og meira fari að bera á skorti á járni og sinki. Í framtíðinni kunni þannig um 200 milljónir manna að bætast í hóp þeirra sem þjást af sinkskorti. Sá milljarður manna sem þegar býr við sinkskort mun versna. Þá sýni rannsóknir að áhrifin á járnupptöku manna úr fæðunni sem og próteins verði svipuð.  
 
Svæðin nærri pólum jarðar munu vissulega njóta hlýnandi veðurfars og lengri ræktunartíma, að mati Myers. Það landsvæði dugi bara ekki til að halda uppi aukinni framleiðslu.   
 
Myers telur að fleiri matvælagreinar en landbúnaður muni verða illa úti vegna hlýnunar jarðar. Það eigi ekki síður við fiskveiðar, þar sem fiskisstofnar hörfi nú hlýnandi sjó í kaldari aðstæður nærri pólsvæðunum.
 
Sannarlega svört sýn af hálfu doktorsins en eflaust eru margir vísindamenn honum sammála. 
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...