Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Fréttir 10. júlí 2023

Lögreglan fellir niður blóðmerarannsókn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rannsókn lögreglu á meðferð hryssna við blóðtöku hefur verið felld niður.

Matvælastofnun hafði áður rannsakað þá meðferð sem kom fram í myndbandi sem dýrverndarsamtökin AWF og TBZ birtu á vefmiðlinum Youtube í nóvember 2021. Þá óskaði MAST eftir frekari upplýsingum og óklipptu myndefni frá dýraverndarsamtökunum en fékk þau ekki afhent. Í yfirlýsingu sem talsmenn AWF/TBS sendu frá sér í desember 2021 sögðust þau ekki ætla að afhenda MAST nein óklippt myndbönd en væru viljug til samstarfs ef opinber rannsókn færi fram. Vísaði MAST því málinu til lögreglu til frekari rannsókna í lok janúar 2022.

Morgunblaðið hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, að málinu hefði verið vísað frá ári síðar, eða í lok janúar síðastliðinn Lögreglan hafi ítrekað reynt að komast yfir frekari gögn frá dýraverndarsamtökunum en þau hafi skýlt sér bak við þýsk lög sem krefji þau ekki til þess að afhenda frekari gögn.

Heimildin segir hins vegar frá því að fulltrúar dýraverndarsamtakanna hafi verið viljug til að afhenda gögnin, en gegnum réttarbeiðni í því skyni að tryggja best sönnunargildi gagnanna. Slík beiðni hefði hins vegar aldrei borist frá Íslandi.

Skylt efni: blóðmerahald

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...