Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Síldin er skorin fersk áður en hún er þurrkuð. Fitan í fiskinum heldur bitunum stöðugum svo ekki þarf að nota íbætt efni.
Síldin er skorin fersk áður en hún er þurrkuð. Fitan í fiskinum heldur bitunum stöðugum svo ekki þarf að nota íbætt efni.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 19. mars 2022

Lostæti fyrir hunda í þróun á Hornafirði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Heilsusnarl fyrir hunda úr síldarbitum er meðal afurða sem verið er að þróa með styrki frá Matvælasjóði.

Tvö fyrirtæki á Hornafirði standa að framleiðslunni sem ekki er einungis ætlað að svara auknum kröfum til heilnæmi gæludýramatvæla, heldur felur það í sér nýtingu á hráefni sem fellur til við núverandi manneldisframleiðslu.

Vaxandi alþjóðlegur markaður er fyrir gott gæludýrafóður. Ástæður þess eru ekki síst breytingar á gæludýrahaldi. Gæludýr eru hluti af heimilismönnum, fjölskyldumeðlimir og eigendur þeirra vilja að þau fái góð og heilnæm matvæli. Þessi breyting hefur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir náttúrulegum og hreinum gæðaafurðum fyrir gæludýr.

Hornfirsku fyrirtækin Skinney-Þinganes og MarPet hafa á undanförnu ári unnið í þróun á heilnæmu hundasnarli úr síld, hráefni sem fellur til við núverandi manneldisframleiðslu síldarafurða á Hornafirði með stuðningi frá Matvælasjóði.

Guðmundur Gunnarsson, aðstoðar­maður forstjóra hjá Skinney-Þinganes, segir niðurstöður prófana og þróunar lofandi, en nú sé verið að færa verkefnið upp á stig stærri framleiðslu hjá MarPet.

Guðmundur Gunnarsson.

„Hornfirðingar eru í grunninn öflugir í síldveiðum og síldarvinnslu. Við höfum mikla þekkingu á slíkri framleiðslu en það kemur ekki í veg fyrir að hluti af síldinni fer alltaf í mjöl- og lýsisframleiðslu því hún uppfyllir ekki stærðarkröfur eða er gölluð samkvæmt kreddum markaðarins. Það þýðir þó ekki að hún sé ekki í góðum gæðum og verkefnið byggir á að vinna heilsu hundasnarl úr þeirri síld sem fellur til.“

Stöðugar fitusýrur

Verkefnið hefur snúist um að búa til stöðuga afurð og hentuga vinnsluaðferð.
„Við skerum fiskinn ferskan og þurrkum hann svo. Engin íbætt efni eru í honum til að gera afurðina stöðuga. Síld inniheldur mjög góða fitusýrusamsetningu og er til dæmis með tífalt meira magn af Omega 3 en í þorski. Auk þess er hlutfalla EPA/DHA fitusýru hagstætt. Rétt samsett Omega 3 er sérstaklega gott fyrir hunda. Má í því ljósi minnast á jákvæð áhrif á bólgur og á feld en fyrir liggja skýr gögn um mikilvægi náttúrulegs Omega 3 þess bæði fyrir dýr og menn,“ segir Guðmundur.

Samnýta tækjabúnað

„Ef síld er tekin þegar hún er hvað feitust og hún þurrkuð þá er fituhlutfallið í afurðinni um 30-35%.
Okkar verkefni hefur m.a. verið að greina fituinnihald bita og velja magn sem henta mismunandi stærðum hunda með tilliti til ráðlags dagskammts af fitusýrum. Ef fita er þurrkuð inni í vöðvanum þá helst hún miklu stöðugri en t.d. með því að búa til olíu úr henni.

Við erum að taka kröfur um heilnæmi á það stig að hægt sé að tryggja heilnæmi afurðarinnar,“ segir Guðmundur, sem segir að þróun afurðarinnar sé að ganga upp, þó ferlið hafi verið flókið. Samnýting á þeim tækjabúnaði sem er til á staðnum hafi hins vegar tryggt rekstrargrundvöll verkefnisins.

„Elstu molarnir okkar eru að verða 6 mánaða gamlir og eru enn stöðugir út frá fitusamsetningu og ytri gæðafaktorum, s.s. lykt og þránun.“

Sterk grunngerð fyrir nýsköpun

Næsta skref sé að prófa þurrkun á stærri skala hjá fyrirtækinu MarPet, sem stundar þurrkun á gæludýrasnarli, svo sem roði.

Fyrstu bragðprófanir meðal hunda
benda til þess að snarlið sé samþykkt.

„Þetta er mun flóknari þurrkun því hráefnið er viðkvæmt, við þurfum að framkvæma áhættugreiningu og sjá til þess að framleiðslan fari fram í öruggum aðstæðum,“ segir Guðmundur sem segist binda vonir við að lokaafurðin verði komin í verslanir fyrir lok árs.

Hann segir mikilvægt að stærri fyrirtæki á borð við Skinney-Þinganes stundi nýsköpun og þróun. „Við erum enn með fókus á frumframleiðslu og erum mjög fær í að veiða og vinna fisk á fyrri stigum. En í ljósi þess að við höfum aðgang að hráefni, aðföngum og tækni og tækjum þá er það skylda okkar sem fyrirtækis að auka verðmætin eins og mögulegt er. Þetta verkefni fæðist úr hugarflugi þar sem við vildum nýta þessa sterku grunngerð sem við höfum til að búa til eitthvað sem er jákvætt og verðmætaskapandi fyrir fyrirtæki og neytendur.“

Með verkefninu sé fyrirtækið enn fremur að reyna að mæta auknum kröfum um sjálfbærni. „Styrkur frá Matvælasjóði hjálpar okkur við að taka áhættusöm verkefni yfir á þróunarstig. Sjóðurinn tryggir auk þess faglegt aðhald. Kröfur sjóðsins eru áhugaverðar þegar kemur að sjálfbærni og mér finnst hollt fyrir alla, hvort sem það eru stærri fyrirtæki eða minni einingar, að setja upp slík gleraugu þegar horft er á verkun og vinnslu afurða,“ segir Guðmundur.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...