Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Birnir Jón Sigurðsson, Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Arnar Geir Gústafsson og Halldór Eldjárn en þau mynda sviðslistahópinn CGFC með málverkið af Helgu fyrir framan húsnæði landbúnaðarráðuneytisins við Skúlagötu í Reykjavík.
Birnir Jón Sigurðsson, Ýr Jóhannsdóttir, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Arnar Geir Gústafsson og Halldór Eldjárn en þau mynda sviðslistahópinn CGFC með málverkið af Helgu fyrir framan húsnæði landbúnaðarráðuneytisins við Skúlagötu í Reykjavík.
Fréttir 1. nóvember 2019

Málverk af Helgu afhent landbúnaðarráðuneyti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Helga Gísladóttir hefur verið rangnefnd í sögubókum framan af og ekki fengið tilskilda athygli og virðingu fyrir afrek sín. Helga var ræktandi „Helgu“-kartaflnanna sem var þriðja kartöfluyrkið á Íslandi til að komast í úrvalsflokk. 
 
Henni eru gerð þau skil sem þykja við hæfi fyrir ævistarf sitt á olíumálverki sem Hallveig Kristín Eiríksdóttir málaði af henni og nýtti sér ljósmynd af Helgu sem fyrirmynd. Myndin var afhent í landbúnaðarráðuneytinu við hátíðlega athöfn fyrr í vikunni og prýðir hún nú veggi ráðuneytisins. Afkomendur Helgu voru viðstaddir, sem og fulltrúar frá Kartöflusetrinu, fulltrúi  ræktenda, lúðrasveitin „I’ve found a friend“, Halldór Eldjárn og listamennirnir Hallveig Kristín og Arnar Geir og fulltrúar landbúnaðarráðuneytis.
 
Gjörðin er hluti af ferðalagi sviðslistahópsins CGFC sem frumsýnir verkið „Kartöflur“ á nýju sviði á þriðju hæð Borgarleikhússins, smælki, í dag, fimmtudaginn 24. október. Verkið er byggt á rannsóknarferðalagi um kartöflur á Íslandi og fólkið sem varð á vegi hópsins í rannsókninni. 
 
Sýningar verða einnig um helgina, á föstudag og laugardag, en síðan er ætlunin að byrja á ný næsta sumar og fara þá hringferð um landið. 
 
Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...