Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mannabreytingar hjá Líflandi
Fréttir 30. júní 2023

Mannabreytingar hjá Líflandi

Höfundur: Arnar Þórisson, forstjóri Líflands.

Arnar Þórisson tekur við sem forstjóri Líflands frá og með 1. júlí næstkomandi. Þórir Haraldsson, faðir Arnars, lætur af daglegum störfum eftir rúm tuttugu ár sem forstjóri.

Í fréttatilkynningu frá Líflandi kemur fram að Þórir muni halda áfram að sinna verkefnum fyrir félagið. Arnar er iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur að mennt en hefur starfað hjá Líflandi síðan árið 2013. Áður starfaði hann sem framleiðslustjóri hjá Plastprenti.

Jafnframt hefur Lífland gengið frá ráðningum á tveimur nýjum stjórnendum. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er ráðin framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs og Halldór Berg Sigfússon mun taka við starfi framkvæmdastjóra fjármálasviðs.

Þau Ingibjörg og Halldór munu bæði taka sæti í framkvæmdastjórn Líflands, en í henni sitja einnig þau Rannveig Hrólfsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri, og Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja.

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...