Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hecknaut
Hecknaut
Fréttir 7. janúar 2015

Mannýgt nautgripakyn kennt við nasista

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir nokkrum árum flutti bóndi í Devon á Bretlandseyjum inn nokkra gripi af evrópsku kúakyni sem kallast Heck. Gripirnir þykja einstaklega mannýgir og hefur bóndinn neyðst til að fækka í stofninum.

Kynið er skylt uxum sem gengu villtir í Evrópu fyrir nokkrum öldum. Nafnið Heck er dregið af nafni þýsku Heck bræðranna, dýrafræðinga, sem þróuðu kynið með kynbótum í upphafi 20 aldar. Hugmyndin mun hafa verið sú að gripirnir líktust nautgripum goð- og þjóðsagna. Sagan segir að í Þýskalandi nasismans hafi verið hugmyndir um að sleppa gripunum lausum í Evrópu og leyfa veiðar á þeim.

Gripirnir sem eru stórhyrndir fremur úfnir á að líta hafa löngum verið kenndir við nasisma vegna uppruna síns og geðslags.

Ræktum gripanna gekk vel en að sögn eiganda þeirra réðust þeir á fólk um leið og tækifæri gafst og margir áttu, að hans sögn, fótum sínum líf að launa ef þeir hættu sér út á akur þar sem gripirnir voru á beit. Starfsfólk búsins var einnig í stöðugri lífshættu þegar það var að sinna gripunum og því ekki um annað að ræða en að slátra þeim allar mannýgustu.

Til að koma sláturgripunum inn í flutningabílinn var fengin spretthraður ungur maður til að fara inn á akur þar sem gripirnir voru á beit. Þeir eltu hann síðan í geðvonsku sinni og  tók maðurinn stefnuna upp á rampi og þaðan inn í flutningabílinn með nautin á eftir sér.

Skylt efni: Nautgripir | England | búfjárkyn

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...