Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á árinu hafa selst hátt í tuttugu kerfi sem ýmist eru kölluð niðurlagningarbúnaður eða slöngudreifingarkerfi. Til ársins í ár hefur salan á kerfum sem þessum verið óveruleg.
Á árinu hafa selst hátt í tuttugu kerfi sem ýmist eru kölluð niðurlagningarbúnaður eða slöngudreifingarkerfi. Til ársins í ár hefur salan á kerfum sem þessum verið óveruleg.
Mynd / Ingvi Þór Bessason
Fréttir 29. ágúst 2022

Margföld sala á niðurlagningarbúnaði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Það sem af er ári hefur slöngudreifingar- eða niðurlagningarbúnaður fyrir haugsugur selst í tugatali.

Fram til ársins í ár var þessi búnaður nær óþekktur á Íslandi. Þessi aukni áhugi skýrist af hækkuðu verði á tilbúnum áburði og vilja bænda til þess að ná fram betri nýtingu á þeim áburðarefnum sem eru heima á bæ.
ársins í ár hefur salan á kerfum sem þessum verið óveruleg.

Algengasta aðferðin við dreifingu á mykju er svokölluð breiðdreifing, þar sem mykjan frussast aftur úr haugsugunni. Þessi aðferð er í eðli sínu ónákvæm og mikill hluti af köfnunarefninu gufar upp við svona mikla loftun. Veður hefur mikil áhrif á nákvæmni og gæði breiðdreifingar; en það getur verið mikill munur á vinnslubreidd eftir vindstyrk og loftrakinn hefur áhrif á það hversu vel köfnunarefnið nýtist.

Með slöngudreifingu eru flest þessi vandamál úr sögunni. Aftan á haugsuguna er festur búnaður með 20-40 slöngum þar sem endinn er ýmist dreginn eftir yfirborðinu eða hangir í lítilli hæð. Mykjan er því lögð mjúklega á völlinn og uppgufunin á köfnunarefninu verður mjög lítil í samanburði við hefðbundna breiðdreifingu. Þar með helst lyktmengun í lágmarki, dreifingin er jöfn í öllum slöngunum og vinnslubreiddin er alltaf sú sama. Mismunandi veðurfar veldur litlum breytileika í gæðum dreifingarinnar, nema helst ef bændur lenda í langri þurrkatíð eftir áburðargjöfina.

Vélasalar segja sprengingu í sölu

Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Vinnuvéla og Ásafls ehf., hefur selt landbúnaðartæki um áratugaskeið. Hann giskar á að heildarmagn slöngudreifara sem voru í notkun í landinu til ársins í ár hafi verið á bilinu fimm til átta.

Á undanförnum mánuðum hafa Vinnuvélar og Ásafl ehf. hins vegar selt tvö svona kerfi og fyrirspurnir bænda eru fjölmargar.

Ingvi Þór Bessason, sölumaður hjá Þór ehf., segir að þessi kerfi hafi varla selst á fyrri árum. Í ár hafi hins vegar orðið sprenging í áhuga og sölu. Það sem af er ári hefur Þór ehf. selt 7 niðurlagningarbúnaði og segir Ingvi líklegt að enn bætist í fram að áramótum.

Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely Center, segir að þar á bæ hafi verið seld tæplega tíu stykki það sem af er ári og hann á von á að það seljist annað eins fram að áramótum. „Við höfum boðið upp á þennan búnað áður, en það hefur ekki verið áhugi á þessu fyrr en núna. Þetta útheimtir mjög lítið afl og það er hægt að nota þetta með öllum dráttarvélum sem ráða á annað borð við haugtank,“ segir Jóhannes.

Skylt efni: landbúnaðartæki

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...