Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Meðalveiði af rjúpu í ár er ellefu fuglar á veiðimann, skv. könnun SKOTÍS.
Meðalveiði af rjúpu í ár er ellefu fuglar á veiðimann, skv. könnun SKOTÍS.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meðalveiði á veiðimann var um 11 fuglar í ár en 9 í fyrra.

Miðað við niðurstöður í könnun sem Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) stóð fyrir meðal veiðimanna er útlit fyrir að veiði á rjúpu í ár hafi verið fimmtán til tuttugu prósent meiri en í fyrra, að sögn Áka Ármanns Jónssonar, formanns félagsins. Það sé í fullu samræmi við aukna stærð veiðistofnsins árið áður. „Meðalveiðin á veiðimann var um 11 fuglar en um 9 fuglar í fyrra. Áhugavert er að þetta er einmitt sá fjöldi sem veiðimenn segjast þurfa í jólamatinn að meðaltali eða 9–10 fuglar. Hefur sú tala verið nokkuð stöðug í könnuninni í fjögur ár þótt meðalveiðin hafi lægst farið í 7 fugla,“ segir Áki.

Veiðin svipuð í landshlutunum

„Við höfum staðið fyrir þessari könnun sl. 4 ár og alltaf í lok veiði- tíma,“ heldur Áki áfram. „Okkur fannst ómögulegt að vera að bíða fram í apríl eftir opinberum veiðitölum Umhverfisstofnunar, enda erum við alltaf spurðir hvernig veiðin hafi gengið um leið og veiðitíma lýkur. Þá er betra að hafa eitthvað konkret í höndunum frekar en einhverja tilfinningu.“

Veiðin 2023 virðist, að sögn Áka, vera svipuð eftir landshlutum og í fyrra en kannski ívið meiri hlutfallslega á milli ára á NV-landi og ívið minni á Vesturlandi. „Sóknardagar eru um fjórir á veiðimann sem hefur verið raunin frá árinu 2005, þegar sölubann á rjúpu tók gildi. Fjöldi leyfilegra veiðidaga hefur hvorki aukið né dregið úr sókn, þrátt fyrir margvíslegar útgáfur af veiðitíma. Fjöldi leyfilegra veiðidaga eykur því ekki heildarafla veiðimanna nema sem litlu nemur. Það er stærð veiðistofnsins sem ákvarðar heildarveiðina.“

Hundamenn fara oftar

Áki segir einnig vekja athygli að þeir sem noti hunda við veiðar fari að meðaltali einum degi oftar til veiða en veiði mjög svipað og aðrir.

„Rjúpnaveiðitímabilið í ár var 25 dagar og hófst 20. október og síðasti veiðidagur var 21. nóvember.

Vel viðraði stærstan hluta veiðitímans en það breytir ekki þeirri staðreynd að meðalveiðimaðurinn gengur til rjúpna fjóra daga á veiðitímabilinu. Veiðimenn voru líka fljótir að ná þeim fjölda fugla sem þeir þurfa í jóla- matinn,“ segir Áki að lokum.

Skylt efni: rjúpnaveiðar

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...