Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Margrét Hólm Valsdóttir er nýr formaður Matvælasjóðs.
Margrét Hólm Valsdóttir er nýr formaður Matvælasjóðs.
Mynd / ANR
Fréttir 8. apríl 2021

Margrét Hólm Valsdóttir er nýr formaður Matvælasjóðs

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur nýjan formann Matvælasjóðs í stað Grétu Maríu Grétarsdóttur sem hætti fyrir nokkru og hóf störf hjá Brimi

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að stefnt sé að auglýsa eftir umsóknum úr sjóðnum fljótlega en sjóðurinn hefur ríflega 600 milljónir til úthlutunar á þessu ári. Í desember hlutu 62 verkefni  úr sjóðnum.  

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Margrét er útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, hún er viðskipta- og iðnrekstrarfræðingur og er með diplómu í ferðamálafræði. Margrét hefur auk þess starfað sem fjármálastjóri, hótelstjóri og skrifstofustjóri og kom að rekstri búsins að Gautlöndum í Mývatnssveit um árabil.

Stjórn Matvælasjóðs er þannig skipuð: 

  • Margrét Hólm Valsdóttir, án tilnefningar, formaður.
  • Gunnar Þorgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Karl Frímannsson, án tilnefningar

Skylt efni: matvælasjóður

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...