Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 3. ágúst 2018

Markmiðið að auka lífræna framleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðu­neyti, Bændasamtök Íslands og Verndun og ræktun – félag fram­leiðenda í lífrænum búskap, hafa gert með sér samkomulag um almenn starfsskilyrði land­búnaðarins um lífræna framleiðslu.

Samkvæmt samkomulaginu verður komið á verkefni þar sem mark­miðið er að aðstoða fram­leiðendur við að uppfylla þær kröfur sem lífræn búvöruframleiðsla hefur í för með sér og auka framboð slíkra vara á markaði.

Lífræn ræktun og vinnsla

Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi og formaður VOR, Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap, segir markmið félagsins vera að vinna í þágu þeirra sem rækta eða framleiða landbúnaðarafurðir með lífrænum aðferðum á Íslandi og vinna úr því hráefni.

„VOR er lítið félag með milli 10 og 20 félaga en þeim fer nú fjölgandi. Auk þess  breyttum við samþykktum um inngöngu í félagið og ætlum ekki lengur eingöngu að höfða til þeirra sem eru í frumframleiðslu heldur einnig vinnsluaðila.“

Eygló segir að frumframleiðendur í lífrænni framleiðslu á landinu séu um 30 og og vinnsluaðilar aðrir 30 og hún segist vonast til að sem flestir þeirra gangi í félagið.

„Framlaginu sem við fáum samkvæmt samkomulaginu fylgir stórt verkefni sem við þurfum að sinna og munum sinna til ársloka 2021. Sem stendur erum við að móta starfið og gera verkáætlun fyrir þetta ár og leita upplýsinga um kostnað mismunandi verkefna. Við verðum til dæmis með bás á landbúnaðarsýningunni í Laugardal í haust þar sem til stendur að kynna starf félagsins og lífræna ræktun og framleiðslu og eiga samtal við fólk.

Annar mikilvægur áfangi í starfi félagsins var innganga VOR í Bændasamtökin á þessu ári,“ segir Eygló.

ANR fer með eftirlit

Framlag til verkefnisins er tæpar 32 milljónir króna og mun VOR nýta féð til að standa straum af kostnaði við verkefni og vinna skýrslur um gang þess. ANR, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, hefur eftirlit með framkvæmd samkomulagsins og greiðir til VOR umsamda fjárhæð.

Markmið verkefnisins

Til að uppfylla markmið verkefnisins samkvæmt samkomulaginu mun VOR leggja áherslu á að styrkja framleiðendur í lífrænum búskap til að mæta árlegum vottunarkostnaði, auka aðgengi framleiðenda að ráðgjöf um lífræna landbúnaðarframleiðslu í samvinnu við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og standa fyrir kynningarstarfi um lífrænar framleiðsluaðferðir. Markmiðið sé að  hvetja fleiri til að kynna sér hvað felst í lífrænni ræktun og stuðla með því að auknu framboði innlendrar lífrænnar landbúnaðarframleiðslu.

 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...