Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Markmiðið að fullnýta afurðirnar
Fréttir 22. apríl 2020

Markmiðið að fullnýta afurðirnar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Heilbrigðisráðherra hefur með breytingu á reglugerð veitt Lyfjastofnun undanþáguheimild með stoð í lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. 
 
Hjónin Pálmi Einarsson og Oddný Anna Björnsdóttir, bændur á Gautavík í Berufirði, hófu ræktun á iðnaðarhampi síðastliðið sumar með leyfi frá Matvælastofnun og hafa unnið sleitulaust að því að fá ræktunina gerða löglega hér á landi eftir að Lyfjastofnun sagði hana ólöglega. Ræktun á iðnarhampi fer vaxandi í heiminum og velta tengd honum gríðarleg. 
 
 
Oddný Anna Björnsdóttir.
 
 
Lagaumgerðin skýrari
 
„Við fögnum því að sú vegferð sem við hófum síðastliðið vor sem hafði það markmið að vekja athygli á notagildi hamps og möguleikum hans til að stórauka sjálfbærni á fjölmörgum sviðum hafi skilað árangri,“ segir Oddný. „Með því að rækta sjálf hamp á okkar jörð og greina frá því opinberlega,  stuðluðum við að því að lagaumgjörð í kringum iðnaðarhampinn er orðin skýrari.
 
Þessi tímabundna ráðstöfun á að tryggja að þeir sem hafa áhuga á að rækta hamp í sumar eigi að geta flutt inn fræ vandræðalaust, fylgi þeim tilskilin vottorð. Þar sem reglugerðin tók gildi á elleftu stundu er tíminn þó naumur því fræin þurfa að komast ofan í jörð í maí, en á meðan beðið er eftir fræjunum er mikilvægt að byrja að undirbúa jarðveginn.“
 
Nýjar lausnir
 
„Við viljum nota tækifærið og þakka þeim Svandísi, Þórdísi Kolbrúnu og Kristjáni Þór og þeirra fólki fyrir að láta þetta verða að veruleika og að ætla að gera ráðstafanir til að stuðla að ræktun iðnaðarhamps hér á landi. Samskiptin við þau í þessu ferli hafa verið bæði jákvæð og uppbyggileg.
 
„Um leið vonum við að lærdómurinn af þessu máli og öðrum sambærilegum verði sá að stofnanir hætti að siga lögreglunni á frumkvöðla sem eru að reyna að stuðla að framþróun í samfélaginu og benda á nýjar lausnir. Þær viðhafi frekar góða stjórnsýsluhætti, fari eftir meðalhófsreglunni og leysi málin á faglegan og lausnamiðaðan hátt.“ 
 
Fullnýting á afurðunum
 
Oddný segir að tilgangur ræktunarinnar til þessa hafi verið að athuga hvort hún væri möguleg og hvort íslenskur hampur væri nothæfur til iðnframleiðslu. „Við höfum ekki skoðað markaðsmöguleika fyrir hampinn enda markmiðið að fullnýta okkar framleiðslu sjálf.“
Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...