Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Markmiðið að fullnýta afurðirnar
Fréttir 22. apríl 2020

Markmiðið að fullnýta afurðirnar

Höfundur: Vilmundur Hansen
Heilbrigðisráðherra hefur með breytingu á reglugerð veitt Lyfjastofnun undanþáguheimild með stoð í lögum um ávana- og fíkniefni sem gerir innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. 
 
Hjónin Pálmi Einarsson og Oddný Anna Björnsdóttir, bændur á Gautavík í Berufirði, hófu ræktun á iðnaðarhampi síðastliðið sumar með leyfi frá Matvælastofnun og hafa unnið sleitulaust að því að fá ræktunina gerða löglega hér á landi eftir að Lyfjastofnun sagði hana ólöglega. Ræktun á iðnarhampi fer vaxandi í heiminum og velta tengd honum gríðarleg. 
 
 
Oddný Anna Björnsdóttir.
 
 
Lagaumgerðin skýrari
 
„Við fögnum því að sú vegferð sem við hófum síðastliðið vor sem hafði það markmið að vekja athygli á notagildi hamps og möguleikum hans til að stórauka sjálfbærni á fjölmörgum sviðum hafi skilað árangri,“ segir Oddný. „Með því að rækta sjálf hamp á okkar jörð og greina frá því opinberlega,  stuðluðum við að því að lagaumgjörð í kringum iðnaðarhampinn er orðin skýrari.
 
Þessi tímabundna ráðstöfun á að tryggja að þeir sem hafa áhuga á að rækta hamp í sumar eigi að geta flutt inn fræ vandræðalaust, fylgi þeim tilskilin vottorð. Þar sem reglugerðin tók gildi á elleftu stundu er tíminn þó naumur því fræin þurfa að komast ofan í jörð í maí, en á meðan beðið er eftir fræjunum er mikilvægt að byrja að undirbúa jarðveginn.“
 
Nýjar lausnir
 
„Við viljum nota tækifærið og þakka þeim Svandísi, Þórdísi Kolbrúnu og Kristjáni Þór og þeirra fólki fyrir að láta þetta verða að veruleika og að ætla að gera ráðstafanir til að stuðla að ræktun iðnaðarhamps hér á landi. Samskiptin við þau í þessu ferli hafa verið bæði jákvæð og uppbyggileg.
 
„Um leið vonum við að lærdómurinn af þessu máli og öðrum sambærilegum verði sá að stofnanir hætti að siga lögreglunni á frumkvöðla sem eru að reyna að stuðla að framþróun í samfélaginu og benda á nýjar lausnir. Þær viðhafi frekar góða stjórnsýsluhætti, fari eftir meðalhófsreglunni og leysi málin á faglegan og lausnamiðaðan hátt.“ 
 
Fullnýting á afurðunum
 
Oddný segir að tilgangur ræktunarinnar til þessa hafi verið að athuga hvort hún væri möguleg og hvort íslenskur hampur væri nothæfur til iðnframleiðslu. „Við höfum ekki skoðað markaðsmöguleika fyrir hampinn enda markmiðið að fullnýta okkar framleiðslu sjálf.“
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...