Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Góðri sjúkdómastöðu alifugla á Íslandi er ógnað með innflutningi á frjóeggjum og fuglum án nauðsynlegra leyfa.
Góðri sjúkdómastöðu alifugla á Íslandi er ógnað með innflutningi á frjóeggjum og fuglum án nauðsynlegra leyfa.
Mynd / smh
Fréttir 19. desember 2019

MAST óskar eftir opinberri rannsókn á innflutningi frjóeggja

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn á innflutningi og útungun frjóeggja kalkúna í Þykkvabænum. Er grunur um innflutning án nauðsynlegra leyfa. Málið varðar brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, um innflutning dýra og á reglugerð um sóttvarnarstöðvar fyrir alifugla.

Í síðasta Bændablaði var málið borið undir Brigitte Brugger, dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Þar kom fram að mál sem þessi væru litin mjög alvarlegum augum. Hún sagði að smitsjúkdómar geti borist með frjóeggjum og sumir sjúkdómar í alifuglum berist jafnvel gjarnan og auðveldlega í gegnum frjóegg í afkvæmin. Slíkur innflutningur væri ógn við afar góða sjúkdómastöðu á Íslandi.

Brigitte sagði að lítið væri vitað um sjúkdóma í bakgarðsfuglum hér á landi en ætla mætti að frjóeggjum væri smyglað til landsins. „Þess vegna er ekki hægt að útiloka að tilkynningaskyldir sjúkdómar geti verið til staðar í bakgarðshænum. Eigendur bera sjálfir ábyrgð á heilsu þeirra fugla. Mikilvægt er að þeir fái einungis fugla frá heilbrigðum hópum á búum, þar sem ekki hafa komið upp veikindi,“ sagði hún.

Áhyggjur eggja- og alifuglabænda

Þegar upp komst um innflutninginn sendu Félög eggjabænda og kjúklingabænda, Reykjagarður, Matfugl, Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna og Bændasamtök Íslands bréf til Matvælastofnunar þar sem áhyggjum var lýst vegna hættunnar á að alvarlegir alifuglasjúkdómar berist til til landsins. Var hvatt til þess að hart væri tekið á slíkum ólöglegum innflutningi.

Öll sýni neikvæð

Matvælastofnun tók sýni af fuglunum sem var útungað hér, en reyndust þau neikvæð gagnvart öllum þeim sjúkdómum sem skimað var fyrir. Fuglunum verður fargað eins og lög gera ráð fyrir. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...