Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Í fyrra sóttu um 50 þúsund manns hátíðina.
Í fyrra sóttu um 50 þúsund manns hátíðina.
Mynd / Siggi Anton
Fréttir 10. ágúst 2016

Matarhátíð alþýðunnar haldin í sjötta sinn

Höfundur: smh
Matarhátíð alþýðunnar verður haldin næstkomandi laugardag, 13. ágúst. Margir þekkja þessa hátíð sem Reykjavík Bacon Festival, en það hefur verið heiti hennar í þessi fimm skipti sem hún hefur verið haldin.
 
Að sögn Árna Georgssonar, eins af stofnendum Reykjavík Bacon Festival, hefur hátíðin þó alltaf haft þá yfirskrift að vera matarhátíð alþýðunnar. Nú hafi orðið þær eðlisbreytingar á henni að breiðfylking íslensks landbúnaðar mun koma að hátíðinni – og því hafi þótt viðeigandi að gefa hátíðinni annað nafn sem myndi betur hæfa. Hann segir að stofnendur séu þó trúir uppruna sínum og auðvitað sé hátíðin einnig beikonhátíð. 
 
„Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt og alltaf fleiri og fleiri veitingastaðir og framleiðendur sem taka þátt. Aðsókn hefur líka vaxið jafnt og þétt; í byrjun mættu um 250 manns á fyrstu hátíðina – sem var í raun viðburður sem var skipulagður með tveggja tíma fyrirvara. Í fyrra og árið 2014 komu um 50 þúsund manns, árið þar á undan um 20–25 þúsund og árið 2012 um 10–12 þúsund,“ segir Árni. 
 
Óvænt lítil uppákoma orðin að stórviðburði
 
„Upphaf hátíðarinnar má rekja til þess að nokkrir Bandaríkjamenn sem tengjast okkur stofnendum voru á leið til landsins árið 2011 og við vildum koma þeim á óvart. Við vissum að þeir stæðu fyrir stærstu beikonhátíð veraldar svo okkur þótti sniðugt að bjóða þeim á litla beikonhátíð á Íslandi, sem hefur nú heldur betur stækkað. Hópurinn sem stendur á bak við hátíðina samanstendur af nokkrum félögum sem störfuðu saman á siglinga- og útivistarnámskeiði hjá Íþrótta- og tómstundaráði upp úr aldamótum. En svo eru menn einnig tengdir á ýmsan annan hátt. Í hópnum eru bræður, æskufélagar og æfingafélagar, svo eitthvað sé nefnt. 
 
Við gleymum aldrei leiknum, því þetta verður að vera skemmtilegt. Í því sambandi höfum við reynt að glæða hátíðirnar lífi og gleði. Svo má ekki gleyma því að ágóði af hátíðinni rennur til góðgerðarmála. Við höfum gefið Hjartadeild LSH hjartasírita, höfum styrkt félögin Umhyggju og Hjólakraft og munum afhenda Æfingastöðinni tæki nú á fimmtudaginn fyrir ágóða hátíðarinnar frá því í fyrra. Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungt fólk með frávik í hreyfingum og þroska,“ segir Árni.
 
Styrkir bönd landsbyggðar og borgar
 
Sem fyrr er hátíðin haldin á Skólavörðustíg og nágrenni og segir Árni að um 14 veitingastaðir muni taka þátt og bjóða upp á innblásna rétti. Hann segir að hátíðin tengi landsbyggðina og borgina sterkari böndum.
Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...