Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sérstök sjálfbærnisstefna er rekin á Hótel Fljótshlíð sem hefur virkað mjög vel.
Sérstök sjálfbærnisstefna er rekin á Hótel Fljótshlíð sem hefur virkað mjög vel.
Fréttir 19. mars 2018

Matarsóun minnkaði um 57% á milli ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í samræmi við sjálfbærnisstefnu Hótels Fljótshlíðar þá hafa starfsmenn mælt lífrænan úrgang í nokkur tíma, sett sér markmið og innleitt verklag  til að draga úr matarsóun hótelsins. 
 
„Já, við settum okkur það markmið fyrir árið 2017 að draga úr matarsóun um 25% á milli ára. Niðurstöður liggja nú fyrir og það kom okkur ánægjulega á óvart að þær aðgerðir sem við gripum til leiddu til þess að matarsóun fyrir hvern gest var hvorki meira né minna en 57% minni árið 2017 miðað við árið á undan,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstjóri, hæstánægð með árangurinn.
 
Sofna ekki á verðinum
 
Arndís Soffía segir að margt hafi verið gert á hótelinu til að draga úr matarsóuninni. „Fyrst þurftum við að komast að því hvar við stæðum með mælingum. Þá tók við markmiðssetning, fræðsla til starfsfólks og hvatning til gesta til að draga úr sóun. Við tókum innkaupin okkar í gegn og framsetningu hlaðborða. 
 
Arndís Soffía Sigurðardóttir, hótelstjóri og einn eigenda hótelsins.
Margs konar verklag í eldhúsi var innleitt til að sporna við sóun. Þá er stór þáttur í þessum árangri nýtt skipulag á kælum og birgðum sem veitti betri yfirsýn. Fyrst og fremst er mikilvægt að hafa markmið til að keppa að og vera sífellt að leita nýrra leiða til að draga úr sóuninni, reyna að sofna ekki á verðinum,“ segir Arndís Soffía og leggur áherslu á að allir starfsmenn voru tilbúnir að vinna að verkefninu og ná tilsettu markmiði sem tókst. 

Skylt efni: Hótel Fljótshlíð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...