Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælasjóður formlega opnaður
Fréttir 2. september 2020

Matvælasjóður formlega opnaður

Höfundur: smh / ehg

Matvælasjóður var formlega opnaður í morgun á kynningarfundi sem haldinn var í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í Skúlagötu, auk þess sem honum var streymt.

Matvælasjóður verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. Stofnfé sjóðsins er 500 milljónir króna og um leið og sjóðurinn var opnaður, var opnað fyrir umsóknir í hann. Hægt verður að senda inn umsóknir til 21. september næstkomandi. Gert er ráð fyrir úthlutun seinnipartinn í október.

Fjórir styrkjaflokkar

Matvælasjóður hefur fjóra styrkjaflokka, Keldu, Afurð, Báru og Fjársjóð. Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. Orðið kelda kemur úr forn norrænu og merkir uppspretta. Kelda er uppspretta nýrrar þekkingar. Tilgangur Keldu er að veita rannsóknastyrki til að hægt sé að afla nýrrar þekkingar sem stuðlar að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.

Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. Líta má á þennan flokk styrkja sem tækifæri  til að móta og þróa afurð úr með hráefnum sem tengjast matvælaframleiðslu og gera hana verðmætari í ferlinu. Afurðirnar eiga að auka nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla-framleiðslu. Verkefnin geta verið á ólíkum stað í ferlinu, á byrjunarreit eða lokastigum.

Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. Málshátturinn „sjaldan er ein báran stök“ merkir að gæta þeirrar fyrirhyggju að maður þoli nokkur áföll og því þarf að undirbúa jarðveginn vel ef umsókn í Báru á að leiða til stærra verkefnis. Í Báru leita þeir frumkvöðlar, og fyrirtæki sem eru yngri en fimm ára, sem vilja skoða hugmynd, hráefni eða aðferðir sem stuðla að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og  samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.

Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. Skilyrði Fjársjóðs er að varan sé afurð úr íslenskur hráefnum sem ætlað er til matvælaframleiðslu. Tilgangurinn er að veita styrk til fyrirtækja til að styrkja markaðsinnviði og markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu og stuðla þannig að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.

Hluti af öðrum aðgerðarpakka vegna COVID-19

Unnið var að stofnun sjóðsins á síðasta ári en þeirri vinnu flýtt til að bregðast við áhrifum COVID-19.  Var frumvarp um sjóðinn lagt fram á Alþingi í apríl síðastliðnum sem hluti af öðrum áfanga aðgerða til að skapa efnahagslega viðspyrnu við ástandinu.

Stjórn gerir tillögur um úthlutanir

Stjórn Matvælasjóðs skipa Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Gunnar Þorgeirsson samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karl Frímannsson, án tilnefningar.

Ein af upplýsingaglærunum á kynningarfundinum.

Helstu verkefni sjóðsins eru eftirtalin:

  • gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum að fenginni umsögn fagráðs sem stjórnin skipar til fjögurra ára í senn.
  • mótar stefnu fyrir sjóðinn og ber undir ráðherra til samþykktar.
  • hefur umsjón með rekstri sjóðsins.
  • skilar ársreikningi og reglulegu yfirliti um störf sín til ráðherra.
  • setur starfsreglur um auglýsingar, meðferð og mat umsókna, framkvæmd úthlutunar, fagráð o.fl.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á vef Stjórnarráðs Íslands.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.