Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna
Mynd / Matvælasjóður
Fréttir 15. september 2021

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna

Höfundur: smh

Matvælasjóður hefur úthlutað í annað sinn og að þessu sinni 566,6 milljónum króna til 64 verkefna. Umsóknir um styrki voru 273.

Tilkynnt var um úthlutunina á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í dag. Þar kemur fram að fjögur fagráð hafi verið stjórn sjóðsins til ráðgjafar, eitt í hverjum styrkjaflokki. Verklagið var með þeim hætti að fagráðin skiluðu til stjórnar forgangsröðun verkefna eftir einkunnum ásamt umsögnum um hvert verkefni fyrir sig. Stjórn Matvælasjóðs skilaði síðan tillögum til ráðherra sem ráðherra féllst á. Öllum umsækjendum mun berast svar við umsóknum sínum ásamt umsögn um verkefnin.

Í tilkynningunni kemur fram að dreifing verkefna sem fengu styrk sé nokkuð jöfn milli landshluta.

Meðal verkefna sem hljóta styrk eru: 
  • Útfærsla hugmynda og prófun á fæðubótarefni úr tilteknum spírum og sykrum úr þörungum.
  • Vöruþróun á millimáli og ídýfum úr broddmjólk. 
  • Tilraun til notkunar þangsafa við vökvaræktun grænmetis.
  • Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum.
  • Verkefni um að framleiða umhverfisvænni matvælaumbúðir.
  • Framleiðsla á hafraskyri úr íslenskum höfrum.
  • Hagkvæmnisathugun fyrir uppsetningu frostþurrkunarvers fyrir matvæli á Íslandi
  • Fullvinnsla á grjótkrabba og aukaafurðum af próteinríkum.
  • Verkefni um framleiðslu á húðvörum úr íslenskum jurtum og hliðarafurðum matvælaframleiðslu.
  • Áhrif endurnýjunar íslenska fiskiskipaflotans á kolefnisspor afurða.
  • Verkefni um hreina fiskiolíu í vesturvíking.

Frekar upplýsingar um úthlutunina og styrkþega

Skylt efni: matvælasjóður

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...