Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna
Mynd / Matvælasjóður
Fréttir 15. september 2021

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna

Höfundur: smh

Matvælasjóður hefur úthlutað í annað sinn og að þessu sinni 566,6 milljónum króna til 64 verkefna. Umsóknir um styrki voru 273.

Tilkynnt var um úthlutunina á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í dag. Þar kemur fram að fjögur fagráð hafi verið stjórn sjóðsins til ráðgjafar, eitt í hverjum styrkjaflokki. Verklagið var með þeim hætti að fagráðin skiluðu til stjórnar forgangsröðun verkefna eftir einkunnum ásamt umsögnum um hvert verkefni fyrir sig. Stjórn Matvælasjóðs skilaði síðan tillögum til ráðherra sem ráðherra féllst á. Öllum umsækjendum mun berast svar við umsóknum sínum ásamt umsögn um verkefnin.

Í tilkynningunni kemur fram að dreifing verkefna sem fengu styrk sé nokkuð jöfn milli landshluta.

Meðal verkefna sem hljóta styrk eru: 
  • Útfærsla hugmynda og prófun á fæðubótarefni úr tilteknum spírum og sykrum úr þörungum.
  • Vöruþróun á millimáli og ídýfum úr broddmjólk. 
  • Tilraun til notkunar þangsafa við vökvaræktun grænmetis.
  • Tilraunir og vöruþróun á ætum rósum.
  • Verkefni um að framleiða umhverfisvænni matvælaumbúðir.
  • Framleiðsla á hafraskyri úr íslenskum höfrum.
  • Hagkvæmnisathugun fyrir uppsetningu frostþurrkunarvers fyrir matvæli á Íslandi
  • Fullvinnsla á grjótkrabba og aukaafurðum af próteinríkum.
  • Verkefni um framleiðslu á húðvörum úr íslenskum jurtum og hliðarafurðum matvælaframleiðslu.
  • Áhrif endurnýjunar íslenska fiskiskipaflotans á kolefnisspor afurða.
  • Verkefni um hreina fiskiolíu í vesturvíking.

Frekar upplýsingar um úthlutunina og styrkþega

Skylt efni: matvælasjóður

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...