Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matvælastefna mótuð fyrir Ísland
Mynd / BBL
Fréttir 28. ágúst 2018

Matvælastefna mótuð fyrir Ísland

Sjávarútvegs- - og landbúnaðarráðherra hefur sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Matvælastefnan skal liggja fyrir í árslok 2019.

Með matvælastefnunni skulu fylgja tillögur að aðgerðaáætlun til innleiðingar stefnunnar fyrir íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi.

Verkefnastjórnin er þannig skipuð:

  • Vala Pálsdóttir, formaður, skipuð af ráðherra
  • Ingi Björn Sigurðsson, skipaður af ráðherra
  • Ragnheiður Héðinsdóttir tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
  • Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands

Verkefnastjórar koma frá Matís og auk þess mun Matarauður Íslands eiga áheyrnarfulltrúa.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að á Íslandi séu um margt kjöraðstæður til að framleiða úrvals matvörur - þökk sé hreinu vatni, jarðvegi og andrúmslofti. Þá sé lífríki hafsins ríkulegt, orkugjafar umhverfisvænir og hér sé dýrmæt matarhefð.

„Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Þá beri að nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa á lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu,“ segir í tilkynningunni.

Verkefnisstjórnin mun hafa eftirfarandi þætti að leiðarljósi við mótun matvælastefnunnar:

  • Stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu í gegnum virðiskeðjuna
  • Bætt aðgengi að hollum matvælum með áherslu á lýðheilsu
  • Nýsköpun, vöruþróun og virðissköpun í virðiskeðjunni
  • Uppruna matvæla, merkingar og matvæla öryggi
  • Aðgengi að upplýsingum og gegnsæi
  • Mikilvægi þess að draga úr matarsóun
  • Samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...