Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matvælaverðsþróun heima og heiman
Fréttir 13. júlí 2023

Matvælaverðsþróun heima og heiman

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkanir á matvælaverði hafa verið hóflegri hér á landi en í löndum sem við berum okkur oft saman við.

Það er hægt að lesa úr tölum Trading Economics sem vinnur úr upplýsingum frá opinberum hagstofum viðkomandi landa og setur fram með samræmdum hætti.

Meðfylgjandi mynd sýnir þróun matvöruverðs í sex löndum sem Íslendingar þekkja almennt nokkuð til í. Þau eru auk Íslands: Danmörk, Bretland, Svíþjóð, Þýskaland og Noregur. Skoðað er tímabilið frá í júlí 2022 til maí 2023 og er notast við tölur um tólf mánaða verðbólgu hverju sinni. Á tímabilinu frá júlí til desember árið 2022 voru verðhækkanir á mat í þessum sex löndum minnstar hér á landi. Það er ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem hækkun matvælaverðs í Noregi, miðað við tólf mánaða tímabil, mælist minni en hér á landi en í maí skutust Norðmenn upp fyrir okkur á ný. Verðhækkanir á matvöru í Svíþjóð hafa verið minni en hér á landi síðan í mars á þessu ári. Þá voru verðhækkanir á mat miðað við tólf mánaða tímabil í maí sl. lægri í Danmörku en á Íslandi.

Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands sjást þess nú loks merki að verðbólga sé á niðurleið hér á landi. Í júní hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,6% og verð á þjónustu hótela og veitingastaða hækkaði um 2,7%.

Verðbólga er einnig á niðurleið í mörgum nágrannalanda okkar. Þar hafa hækkanir á matvælaverði verið einn helsti valdur verðbólgu og hækkanir á matvöru verið langt umfram almennar verðlagshækkanir. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum á matvörum sl. ár eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu.

Takist að koma böndum á verðbólgu hér á landi má binda vonir við að draga taki úr hækkunum matvælaverðs á komandi mánuðum.

Skylt efni: Matvælaverð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...