Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár
Fréttir 21. ágúst 2015

Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár

Höfundur: Vilmundur Hansen
Mikil lækkun á verði mjólkurafurða og jurtaolíu keyrir vísitöluna nið­ur í lægsta gildi frá því í september 2009. 
 
Verðlækkun mjólkurafurða og jurta­olíu er það mikil að vísitalan hefur snarlækkað þrátt fyrir að verð á sykri og korni hafi hækkað og verð á kjöti staðið í stað.
 
Matvælavísitala FAO mælir verð á fimm fæðuflokkum á alþjóðamarkaði, korni, kjöti, mjólkurafurðum, jurta­olíu og sykri. Í júlí síðastliðnum hafði vístalan fallið um 7,2% frá júní mánuði. Ástæða lækkunarinnar er minnkandi innflutningur á matvælum til Kína, Miðausturlanda, og Norður-Afríku samhliða aukinni mjólkurframleiðslu í löndum Evrópusambandsins og þar af leiðandi aukningu í framboði á mjólkurafurðum. 
 
Í júlí mældist jurtaolíuvístala 5,5% lægri en í júní og sú lægsta frá því í júlí 2009. Lækkunin er rakin til lækkunar á verði pálmaolíu á alþjóðamarkaði vegna aukinnar framleiðslu á henni í Suðaustur-Asíu samhliða lækkun á útflutningsverði sojaolíu frá Suður Ameríku.
 
Kornvísitalan hækkað um 2% frá júní til júlí en er samt sem áður 10,1% lægri en í júlí 2014. Verð á hveiti og maís hefur hækkað tvo mánuði í röð vegna óhagstæðs veðurfars í Evrópu og Norður-Ameríku. Verð á hrísgrjónum hefur aftur á móti lækkað. 
 
Kjötvísitala FOA stóð nánast í stað í júní og júlí. Verð á nautgripakjöti á alþjóðamarkaði hækkaði en lækkun á verði svína- og lambakjöts olli því að vísitalan stóð nánast óbreytt. Verð á alifuglakjöti hefur staðið í stað. 
 
Vístala sykurs hækkaði um 2,5% frá júní til júlí. Ástæða hækkunarinnar er spár um samdrátt í uppskeru á Brasilíu vegna slæmra ræktunarskilyrða.
Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...