Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár
Fréttir 21. ágúst 2015

Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár

Höfundur: Vilmundur Hansen
Mikil lækkun á verði mjólkurafurða og jurtaolíu keyrir vísitöluna nið­ur í lægsta gildi frá því í september 2009. 
 
Verðlækkun mjólkurafurða og jurta­olíu er það mikil að vísitalan hefur snarlækkað þrátt fyrir að verð á sykri og korni hafi hækkað og verð á kjöti staðið í stað.
 
Matvælavísitala FAO mælir verð á fimm fæðuflokkum á alþjóðamarkaði, korni, kjöti, mjólkurafurðum, jurta­olíu og sykri. Í júlí síðastliðnum hafði vístalan fallið um 7,2% frá júní mánuði. Ástæða lækkunarinnar er minnkandi innflutningur á matvælum til Kína, Miðausturlanda, og Norður-Afríku samhliða aukinni mjólkurframleiðslu í löndum Evrópusambandsins og þar af leiðandi aukningu í framboði á mjólkurafurðum. 
 
Í júlí mældist jurtaolíuvístala 5,5% lægri en í júní og sú lægsta frá því í júlí 2009. Lækkunin er rakin til lækkunar á verði pálmaolíu á alþjóðamarkaði vegna aukinnar framleiðslu á henni í Suðaustur-Asíu samhliða lækkun á útflutningsverði sojaolíu frá Suður Ameríku.
 
Kornvísitalan hækkað um 2% frá júní til júlí en er samt sem áður 10,1% lægri en í júlí 2014. Verð á hveiti og maís hefur hækkað tvo mánuði í röð vegna óhagstæðs veðurfars í Evrópu og Norður-Ameríku. Verð á hrísgrjónum hefur aftur á móti lækkað. 
 
Kjötvísitala FOA stóð nánast í stað í júní og júlí. Verð á nautgripakjöti á alþjóðamarkaði hækkaði en lækkun á verði svína- og lambakjöts olli því að vísitalan stóð nánast óbreytt. Verð á alifuglakjöti hefur staðið í stað. 
 
Vístala sykurs hækkaði um 2,5% frá júní til júlí. Ástæða hækkunarinnar er spár um samdrátt í uppskeru á Brasilíu vegna slæmra ræktunarskilyrða.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...