Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár
Fréttir 21. ágúst 2015

Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár

Höfundur: Vilmundur Hansen
Mikil lækkun á verði mjólkurafurða og jurtaolíu keyrir vísitöluna nið­ur í lægsta gildi frá því í september 2009. 
 
Verðlækkun mjólkurafurða og jurta­olíu er það mikil að vísitalan hefur snarlækkað þrátt fyrir að verð á sykri og korni hafi hækkað og verð á kjöti staðið í stað.
 
Matvælavísitala FAO mælir verð á fimm fæðuflokkum á alþjóðamarkaði, korni, kjöti, mjólkurafurðum, jurta­olíu og sykri. Í júlí síðastliðnum hafði vístalan fallið um 7,2% frá júní mánuði. Ástæða lækkunarinnar er minnkandi innflutningur á matvælum til Kína, Miðausturlanda, og Norður-Afríku samhliða aukinni mjólkurframleiðslu í löndum Evrópusambandsins og þar af leiðandi aukningu í framboði á mjólkurafurðum. 
 
Í júlí mældist jurtaolíuvístala 5,5% lægri en í júní og sú lægsta frá því í júlí 2009. Lækkunin er rakin til lækkunar á verði pálmaolíu á alþjóðamarkaði vegna aukinnar framleiðslu á henni í Suðaustur-Asíu samhliða lækkun á útflutningsverði sojaolíu frá Suður Ameríku.
 
Kornvísitalan hækkað um 2% frá júní til júlí en er samt sem áður 10,1% lægri en í júlí 2014. Verð á hveiti og maís hefur hækkað tvo mánuði í röð vegna óhagstæðs veðurfars í Evrópu og Norður-Ameríku. Verð á hrísgrjónum hefur aftur á móti lækkað. 
 
Kjötvísitala FOA stóð nánast í stað í júní og júlí. Verð á nautgripakjöti á alþjóðamarkaði hækkaði en lækkun á verði svína- og lambakjöts olli því að vísitalan stóð nánast óbreytt. Verð á alifuglakjöti hefur staðið í stað. 
 
Vístala sykurs hækkaði um 2,5% frá júní til júlí. Ástæða hækkunarinnar er spár um samdrátt í uppskeru á Brasilíu vegna slæmra ræktunarskilyrða.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...