Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Plönturnar sem tollayfirvöld í Nýja-Sjálandi fundu innanklæða á smyglara.
Fréttir 17. febrúar 2021

Með 1.000 kaktusa og þykkblöðunga innanklæða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Smyglarar eru duglegir að finna leiðir til að koma ólöglegum varningi milli landa. Þetta sannaðist fyrir skömmu þegar hundur kom upp um konu sem var tekin með tæplega 1.000 kaktusa innanklæða við komuna til Auckland á Nýja-Sjálandi.

Konan hefur verið dæmd fyrir brot á lögum um líffræðilegt öryggi enda reglur á Nýja-Sjálandi um innflutning á framandi lífverum. Sú seka hefur viðurkennt að hafa ætlað að smygla plöntunum til Nýja-Sjálands frá Kína og áframrækta þær til sölu. Auk þess að hafa verið dæmd fyrir brot á reglum um innflutning á framandi lífverum hefur hún verið dæmd fyrir smygl í tólf mánaða aðgæslu og 100 klukkustunda samfélagþjónustu.

Árið 2019 var önnur kona dæmd fyrir svipaðan glæp þegar hún reyndi að smygla tæplega 950 þykkblöðungum og kaktusum til Nýja-Sjálands í sokk. Meðal þeirra voru átta tegundir sem flokkast í útrýmingarhættu.

Í frétt um málið segir að þegar hundurinn sem kom upp um smyglarann fór að sýna henni áhuga hafi konan lagt á flótta inn á salerni og reynt að sturta kaktusunum og þykkblöðungunum niður. Sama kona var tekin fyrir nokkrum árum fyrir að reyna að smygla fræjum til Nýja-Sjálands í hulstri utan af iPad.

Skylt efni: Nýja Sjáland | Smygl | Kaktusar

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...