Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá undirritun samstarfssamningsins þriðjudaginn 21. september. Frá vinstri: Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Kristín Helga Markúsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu og þróunar hjá Samgöngustofu, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
Frá undirritun samstarfssamningsins þriðjudaginn 21. september. Frá vinstri: Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, Kristín Helga Markúsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu og þróunar hjá Samgöngustofu, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
Fréttir 5. október 2021

Meðalhraðaeftirlit til að auka umferðaröryggi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra staðfesti þriðju­daginn 21. september ­nýjan samstarfssamning Vegagerðar, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra um sjálfvirkt hraðaeftirlit með löggæslumyndavélum.

Markmið samningsins er að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins.

Helstu nýmæli eru að framvegis verður hægt að nýta myndavélar til að sinna meðalhraðaeftirliti á þjóðvegum, en unnið hefur verið að undirbúningi þess á undanförnum árum. Slíkur búnaður hefur verið settur upp og prófaður, m.a. á Grindavíkurvegi og Norðfjarðarvegi. Meðalhraðamyndavélar verða komnar í gagnið á næstu mánuðum.

Kerfið virkar þannig að þegar ekið er inn í geisla myndavélar á einum stað má meðalhraðinn þar til ekið er fram hjá myndavél á hinum enda eftirlitskaflans ekki fara yfir uppgefinn hámarkshraða.

„Ég hef lagt ríka áherslu á umferðaröryggi í ráðherratíð minni. Aðeins með markvissum aðgerðum og fræðslu mun okkur takast að fækka slysum í umferðinni. Sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum hefur reynst vel á þjóðvegum landsins, í það minnsta til að minna okkur sjálf á að virða hraðamörk. Við höfum trú á að með nýju meðalhraðaeftirliti verði hægt að fækka hraðakstursbrotum og auka umferðaröryggi enn frekar enda hefur slíkt meðalhraðaeftirlit gefið góða raun í nágrannalöndum okkar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitar­stjórnarráðherra.

Samningurinn er gerður á grundvelli umferðaröryggisáætlunar sem er hluti af samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034.

Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi sér um umsýslu og úrvinnslu gagna úr myndavélum í umboði Ríkislögreglustjóra. Vegagerðin greiðir á samnings­tímanum ígildi tveggja stöðugilda á ári til að annast verklega framkvæmd við úrvinnslu sekta og kostnað vegna tæknimála, samtals að hámarki 15 milljónir króna á ári.

Skylt efni: hraðaeftirlit

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...