Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Meðalþyngd lamba í haustslátrun hjá Norðlenska á Húsavik nú var 0,690 kíló meiri en var í fyrra og sú næstmesta í sögu fyrirtækisins.
Meðalþyngd lamba í haustslátrun hjá Norðlenska á Húsavik nú var 0,690 kíló meiri en var í fyrra og sú næstmesta í sögu fyrirtækisins.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. nóvember 2020

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hærri en hún var nú í nýliðinni sláturtíð, meðalþyngdin nú var 16,99 kíló en hæsta meðalþyngd var árið 2014 þegar hún var 17,34 kíló. Meðalþyngdin nú er 0,690 kíló meiri en var í fyrra. Fita í ár var 6,57 og gerð 9,12 og hefur aldrei verið hærri. 

„Bændur hafa sannarlega unnið vel í ræktunarmálum á liðnum árum en ef við til gamans bökkum 15 ára aftur í tímann til ársins 2005 þá var meðalþyngd 15,11 kíló, fita 6,34 og gerð 7,57,“ segir Sigmundur Hreiðarsson, framleiðslustjóri Norðlenska á Húsavík. Alls var slátrað hjá félaginu tæplega 90 þúsund fjár.

Engin slátursala í haust

Engin slátursala var hjá félaginu nú í haust og segir Sigmundur það alls ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að sleppa henni þetta árið, „einkum í ljósi þess að við viljum fyrir alla muni halda í þá aldagömlu hefð að fólk taki slátur. Við mátum stöðuna samt þannig núna að áhættan af því að halda sölunni opinni á þessum tímum væri of mikil,“ segir Sigmundur. 

Allt skipulag fyrirtæksisins miðaðist við að halda slátrun áfram óhikað og var t.d. hvorki bændum né öðrum hleypt inn í starfsstöðina. Sláturtíð gekk vel og ekkert óvænt kom upp á. Menn lögðu mikið á sig til að fá kórónuveiruna ekki inn í fyrirtækið segir Sigmundur og það hafi gengið eftir. „Stundum þarf að taka óvinsælar ákvarðanir eins og að sleppa slátursölu til að auka öryggið.“ 

Sigmundur segir að vissulega hafi verið töluvert hringt og spurt út í slátursöluna en flestir sýnt því skilning þegar málið var útskýrt.

Bændur sveigjanlegir

Hann segir starfsfólk eiga þakkir skildar, það hafi lagt sitt lóð á vogarskálar, án þess framlags hefði þetta ekki verið hægt. Sömuleiðis verktakar sem þjónusta fyrirtækið og þá ekki síst vill Sigmundur þakka bændum fyrir gott samstarf nú sem fyrr, en mikið mæði á þeim og þeir þurfi oft að vera mjög sveiganlegir með t.d. afgreiðslu fjár.

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.