Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ræktarland 43 bænda var bætt á síðasta ári, en 33 fengu bætur árið 2020.
Ræktarland 43 bænda var bætt á síðasta ári, en 33 fengu bætur árið 2020.
Mynd / smh
Fréttir 4. febrúar 2022

Meira tjón á síðasta ári af völdum álfta og gæsa

Höfundur: smh

Úttekið tjón á ræktarlöndum bænda vegna ágangs álfta og gæsa var alls 309 hektarar á síðasta ári. Vegna þess greiddi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið alls um 4,8 milljónir króna. Ræktarland 43 bænda var bætt af þessum sökum, en af þessum 309 hekturum varð tjón á 245 hekturum kornakra. 

Þetta er tæpum tveimur milljónum meira en greitt var fyrir árið 2020, þegar úttekið tjón vegna ágangs álfta og gæsa var á 213 hektara ræktunarspildna, 33 bænda.

Eingöngu greitt fyrir tjón á ræktunarspildum

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu er eingöngu greitt út á tjón á ræktunarspildum, það er spildum sem sáð var í fyrir viðkomandi ár. Ekki er greitt út á eldri tún þótt tjón sé oft mikið á nýræktum á öðru og þriðja ári.

Tjón er eingöngu bætt ef tjónið er metið meira en 30 prósent af heildarstærð spildunnar. Þegar tjón er 31-70% er greitt 50 prósenta álag, en þegar tjón er meira er 75 prósenta álag greitt.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...