Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ræktarland 43 bænda var bætt á síðasta ári, en 33 fengu bætur árið 2020.
Ræktarland 43 bænda var bætt á síðasta ári, en 33 fengu bætur árið 2020.
Mynd / smh
Fréttir 4. febrúar 2022

Meira tjón á síðasta ári af völdum álfta og gæsa

Höfundur: smh

Úttekið tjón á ræktarlöndum bænda vegna ágangs álfta og gæsa var alls 309 hektarar á síðasta ári. Vegna þess greiddi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið alls um 4,8 milljónir króna. Ræktarland 43 bænda var bætt af þessum sökum, en af þessum 309 hekturum varð tjón á 245 hekturum kornakra. 

Þetta er tæpum tveimur milljónum meira en greitt var fyrir árið 2020, þegar úttekið tjón vegna ágangs álfta og gæsa var á 213 hektara ræktunarspildna, 33 bænda.

Eingöngu greitt fyrir tjón á ræktunarspildum

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu er eingöngu greitt út á tjón á ræktunarspildum, það er spildum sem sáð var í fyrir viðkomandi ár. Ekki er greitt út á eldri tún þótt tjón sé oft mikið á nýræktum á öðru og þriðja ári.

Tjón er eingöngu bætt ef tjónið er metið meira en 30 prósent af heildarstærð spildunnar. Þegar tjón er 31-70% er greitt 50 prósenta álag, en þegar tjón er meira er 75 prósenta álag greitt.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...