Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá aðalfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var á Akureyri fyrir skömmu.
Frá aðalfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var á Akureyri fyrir skömmu.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 4. maí 2017

Meirihluti kúabænda jákvæður gagnvart greiðslumarkskerfi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Meirihluti kúabænda sem þátt tóku í skoðanakönnun sem stjórn Landssambands kúabænda lét gera um miðjan mars er frekar eða mjög jákvæður gagnvart núverandi greiðslumarkskerfi.
 
Könnunin var send út um miðjan marsmánuð á 621 bú og bárust svör frá 387 þeirra. Niðurstaðan var sú að 73,5% þeirra sem þátt tóku voru jákvæð gagnvart greiðslumarkskerfinu sem nú er í gildi, 14,6% voru mjög eða frekar neikvæðir gagnvart kerfinu.  Tilgangur könnunarinnar var að kafa betur ofan í vilja kúabænda um allt land varðandi framleiðslustýringu og greiðslumark til framtíðar. Atkvæðagreiðsla fer fram meðal mjólkurframleiðenda um hvort afnema eigi greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu frá og með 1. janúar 2021 og því þykir mikilvægt að LK sé undirbúið undir hvora niðurstöðuna sem er. Á aðalfundinum var samþykkt að ráðast í stefnumörkunarvinnu í mjólkurframleiðslu til næstu 10 ára.  Tvö ár eru til atkvæðagreiðslunnar en LK hyggst mæla viðhorf bænda af og til fram að henni. 
 
Hófstilltara viðhorf hjá smærri og stærri búum
 
Arnar Árnason, formaður stjórnar LK, greindi frá könnuninni á aðalfundi sambandsins sem haldinn var á Akureyri nýverið. Athygli vakti að sögn Arnars að ábúendur á millistóru búunum voru líklegri til að vera mjög jákvæð gagnvart kerfinu en önnur. „Aftur á móti eru smærri og stærri búin hófsamari í viðhorfi og voru líklegri til að vera frekar jákvæð,“ sagði Arnar.
 
Í könnuninni voru bændur spurðir að því hvaða niðurstöðu þeir vildu sjá í atkvæðagreiðslunni 2019  varðandi það hvort greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu yrði afnumið frá og með 1. janúar 2021. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda vill ekki afnema greiðslumarkskerfið, 82% vilja halda í kerfið, 11% afnema það, „sem er mjög afgerandi niðurstaða,“ sagði Arnar. 
Þurfum að undirbúa umræðuna
 
Bændur voru einnig spurðir um hvað taka ætti við og kom í ljós að meirihlutinn var á því að koma ætti upp kerfi sem byggði á núverandi kerfi, með greiðslumarki og framleiðslustýringu, en með breytingum. Arnar sagði að athygli hefði vakið hversu jákvæðir bændur voru í garð innlausnar ríkisins. „Það er því ljóst að við þurfum að vera tilbúin í þessa umræðu þegar þar að kemur og undirbúa okkur vel,“ sagði hann. 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...