Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu við Húnavatnshrepp.
Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu við Húnavatnshrepp.
Mynd / HKR
Fréttir 14. júlí 2021

Meirihlutinn í Húnavatnshreppi telur ekki tímabært að hefja viðræður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi í liðinni viku að óska formlega eftir við­ræð­um við sveitarstjórn Húna­vatns­hrepps um sameiningu sveitar­félaganna byggða á þeirri miklu undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram. Fulltrúar sveitarstjórnar Blöndu­óss telja að nýta beri þau augljósu tækifæri sem felist í sam­einingu þessara tveggja sveitarfélaga og óska eftir því við sveitarstjórn Húna­vatnshrepps að taka eins fljótt og hægt er afstöðu til beiðninnar. Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman á fund nokkru áður en Blönduósingar lögðu fram beiðni um viðræður og á þeim fundi var niðurstaðan sú að meirihluti sveitarstjórnar Húnavatnshrepps telur ekki tímabært að hefja viðræður um sameiningu við Blönduósbæ að svo stöddu.

Sameining fjögurra sveitarfélaga var felld

Sameining fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, Húna­vatns­hrepps, Blönduósbæjar, Skaga­strandar og Skagabyggðar var felld í kosningu í byrjun júní í tveimur síðastnefndu sveitarfélögunum. Hún var hins vegar samþykkt í tveimur þeim fyrrnefndu. Miklar umræður urðu um sam­einingar­málið á fundi sveitar­stjórnar Húnavatnshrepps nýverið en meirihluti sveitarstjórnar telur mikilvægt að öll sveitarfélögin vinni áfram sameiginlega að þeim mála­flokkum sem þau hafi nú þegar byggða­samlög um. Niðurstöður kosning­anna í júní sé með þeim hætti að ekki sé tímabært að hefja viðræður um annars konar sameiningu að því er fram kemur í bókun frá fundinum.

Mikill vilji fyrir sameiningu á Blönduósi

Í kosningu um sameiningu sveitar­félaganna allra í Austur-Húna­vatnssýslu í byrjun júní var sam­eining samþykkt í Húnavatns­hreppi og Blönduósbæ en hafnað í Skaga­byggð og á Skagaströnd. Tæplega 90% íbúa á Blönduósi samþykktu sameiningu og nær 57% íbúa í Húnavatnshreppi. Skiptar skoðanir eru innan Húna­vatnshrepps um sameiningar­málið.Fulltrúar E lista telja að brotið hafi verið á lýðræði íbúa hreppsins þegar meirihlutinn ákvað að hafna viðræðum við Blönduósbæ og þykir þeim valdið ekki liggja hjá íbúum sveitarfélagsins. Telja þeir sterkan grunn fyrir áframhaldandi viðræðum í stað þess að fara á ný á byrjunarreit. Meirihlutinn vísaði á fundinum á bug að verið væri að brjóta á lýðræðislegum réttindum íbúa. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...