Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Merkingar búvara
Fréttir 2. mars 2016

Merkingar búvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun þar sem segir að íslenskir neytendur eigi kröfu til þess að vita hvaðan matvörur koma og hvort þær eru framleiddar á heilnæman hátt í sátt við náttúru og samfélag.

Aðgengilegar og réttar upplýsingar eru samofnir hagsmunir bænda og neytenda og forsenda upplýstra innkaupa og blómlegrar matvælaframleiðslu.

Bændasamtök Íslands beina því til stjórnvalda að reglur um merkingar matvæla verði hertar til muna. Samtökin telja mikilvægt að neytendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um upprunaland, dýravelferð, fóður, umhverfisfótspor, hreinleika, heilbrigði, aðbúnað, starfsumhverfi, lyfja- og eiturefnanotkun.

Í greinargerð með ályktuninni segir:
Upprunaland. Neytendur eiga heimtingu á að vita hvaðan maturinn kemur og Bændasamtök Íslands vilja að gerðar verði mun strangari kröfur um að fram komi með skýrum og afgerandi hætti hvaðan varan er upprunnin, þ.e. að greint sé frá upprunalandi hennar, eða eftir atvikum frá hvaða landi aðalhráefni vörunnar er.

Dýravelferð. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort matvörur sem þeim standa til boða eru framleiddar á siðlegan hátt. Bændasamtök Íslands skora á stjórnvöld að koma á sérstöku opinberu merkingakerfi fyrir allar landbúnaðarvörur, innlendar sem erlendar, á grundvelli 25. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra.  Þar verði horft til aðbúnaðar, lyfjanotkunar og fleiri þátta. Mikilvægt er að slíkar merkingar séu skýrar, einfaldar og áberandi svo neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir á einfaldan hátt.

Umhverfisfótspor. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort þær matvörur sem þeim standa til boða séu framleiddar á umhverfisvænan hátt. Bændasamtökin leggja til að stjórnvöld feli umhverfisráðuneytinu að kortleggja kolefnis- eða umhverfisfótspor íslensks landbúnaðar í heild og sundurliðað eftir greinum. Sérstakt tillit verði tekið til umhverfisfótspors vegna flutnings á vörum, áburðarnotkun, sýklalyfjanotkun, fóðurs o.s.frv.

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...