Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Merkingar búvara
Fréttir 2. mars 2016

Merkingar búvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun þar sem segir að íslenskir neytendur eigi kröfu til þess að vita hvaðan matvörur koma og hvort þær eru framleiddar á heilnæman hátt í sátt við náttúru og samfélag.

Aðgengilegar og réttar upplýsingar eru samofnir hagsmunir bænda og neytenda og forsenda upplýstra innkaupa og blómlegrar matvælaframleiðslu.

Bændasamtök Íslands beina því til stjórnvalda að reglur um merkingar matvæla verði hertar til muna. Samtökin telja mikilvægt að neytendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um upprunaland, dýravelferð, fóður, umhverfisfótspor, hreinleika, heilbrigði, aðbúnað, starfsumhverfi, lyfja- og eiturefnanotkun.

Í greinargerð með ályktuninni segir:
Upprunaland. Neytendur eiga heimtingu á að vita hvaðan maturinn kemur og Bændasamtök Íslands vilja að gerðar verði mun strangari kröfur um að fram komi með skýrum og afgerandi hætti hvaðan varan er upprunnin, þ.e. að greint sé frá upprunalandi hennar, eða eftir atvikum frá hvaða landi aðalhráefni vörunnar er.

Dýravelferð. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort matvörur sem þeim standa til boða eru framleiddar á siðlegan hátt. Bændasamtök Íslands skora á stjórnvöld að koma á sérstöku opinberu merkingakerfi fyrir allar landbúnaðarvörur, innlendar sem erlendar, á grundvelli 25. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra.  Þar verði horft til aðbúnaðar, lyfjanotkunar og fleiri þátta. Mikilvægt er að slíkar merkingar séu skýrar, einfaldar og áberandi svo neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir á einfaldan hátt.

Umhverfisfótspor. Neytendur eiga heimtingu á því að vita hvort þær matvörur sem þeim standa til boða séu framleiddar á umhverfisvænan hátt. Bændasamtökin leggja til að stjórnvöld feli umhverfisráðuneytinu að kortleggja kolefnis- eða umhverfisfótspor íslensks landbúnaðar í heild og sundurliðað eftir greinum. Sérstakt tillit verði tekið til umhverfisfótspors vegna flutnings á vörum, áburðarnotkun, sýklalyfjanotkun, fóðurs o.s.frv.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...