Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Vestmannaeyjar: Íbúar í Vestmannaeyjum eru ánægðastir þegar kemur að þjónustu sveitarfélaga við íbúa sína.
Vestmannaeyjar: Íbúar í Vestmannaeyjum eru ánægðastir þegar kemur að þjónustu sveitarfélaga við íbúa sína.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna.

Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur- Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni var afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landshlutum. Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka sveitarfélaga, utan höfuðborgarsvæðisins, ásamt Byggðastofnun. Þátttakendur voru um 11.500.

Eyjamenn ánægðastir með þjónustu

Samkvæmt könnuninni eru Eyjamenn ánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins, eða rúmlega 80%, en fast á hæla þeirra fylgdu Akureyringar og íbúar Rangárvallasýslu. Lægst var hlutfall ánægðra íbúa í Vogum, rúmlega 50%, á Ströndum og Reykhólum auk Fjarðabyggðar. Höfuðborgarsvæðið lenti í sjötta sæti af 24 svæðum þegar íbúar voru spurðir almennt um ánægju þeirra með þjónustu sveitarfélaga, og kom Reykjavík verst út af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Eyfirðingar ánægðir með búsetuskilyrðin

Eyfirðingar, Skagfirðingar og Akureyringar voru ánægðastir með búsetuskilyrði í sínum sveitarfélögum, en íbúar á Ströndum og Reykhólahreppi, Skaftafellssýslum og Austur-Húnavatnssýslu óánægðastir. Ánægja í Dölum jókst hins vegar mest á milli kannana þegar spurt var um búsetuskilyrði en Þingeyjarsýsla, Eyjafjörður, Hérað og Norður-Múlasýsla hækkuðu líka mikið á milli kannana. Mest lækkuðu hins vegar Vestmannaeyjar, Skaftafellssýslur og Austur-Húnavatnssýsla.

Vilja ekki flytja úr sínu sveitarfélagi

Samkvæmt niðurstöðunum eru Þingeyingar, Akureyringar og Skagamenn ólíklegastir til að flytja úr sínum sveitarfélögum, en þaðan töldu 9% frekar eða mjög líklegt að þeir myndu flytja á næstu tveimur árum. Líklegastir til að flytja voru íbúar Grindavíkur, Stranda og Reykhóla og S-Vestfjarða en ekki bárust mörg svör frá Grindavík og meirihluti þeirra barst fyrir örlagadaginn 10. nóvember 2023.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...