Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sunna Skeggjadóttir og aðstoðarmenn hennar leggja út tilraun í Gunnarsholti með 76 yrkjum af vetrarafbrigðum repju og nepju.
Sunna Skeggjadóttir og aðstoðarmenn hennar leggja út tilraun í Gunnarsholti með 76 yrkjum af vetrarafbrigðum repju og nepju.
Mynd / ghp & SS
Fréttir 2. september 2022

Metfjöldi yrkja í prófun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Haustið verður annartími hjá starfsmönnum Jarðræktarmiðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands þegar þau ferðast víðs vegar um landið og uppskera aragrúa tilrauna sem skólinn hefur umsjón með.

Þar má nefna rannsóknir á olíujurtum en nokkrar tilraunir með þær miða að því að leggja grunn að markvissri ræktun á repju og nepju.

Áframhaldandi rannsóknir á ræktun olíujurtanna repju og nepju hér á landi ganga m.a. út á að finna hentug vetraryrki sem lifað geta af íslenskan vetur. Helstu nytjar plöntunnar er matarolía ásamt orkuríku hrati sem er verðmætur próteingjafi fyrir skepnur.

Niðurstöður frá tilraun sem uppskorin var haustið 2021 benda til þess að áburður að hausti skiptir miklu máli þegar kemur að lifun um veturinn og hvernig plönturnar koma undan vetri á vorin. Komi plönturnar vel undan vetri eru þær líklegri til að ná fyrr fullum þroska að hausti og skilað þar með góðri uppskeru.

Yrkin koma víðs vegar að úr heiminum eins og frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Póllandi og Svíþjóð en einnig er eitt yrki frá Kúbu í tilrauninni.

Nýlega var lögð út yrkjatilraun í Gunnarsholti þar sem sáð var alls 76 yrkjum af vetrarafbrigðum af repju og nepju í smáreiti. Aldrei áður hefur slíkum fjölda verið sáð áður, en yrkin koma víðs vegar að úr heiminum eins og frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Póllandi og Svíþjóð en einnig er eitt yrki frá Kúbu í tilrauninni.

Sunna Skeggjadóttir, starfsmaður Jarðræktarmiðstöðvarinnar, gerir ekki ráð fyrir að þau muni öll lifa af veturinn.

„Vetrarlifun er einn allra mikilvægasti eiginleikinn í ræktun á vetrarafbrigðum og skemmtilega auðvelt að meta hvort það lifir veturinn af eða ekki.“

Tilraunin verður uppskorin og mæld haustið 2023 og niðurstöðurnar munu leiða í ljós hvort einhver yrkjanna henti íslenskum aðstæðum.

Næsta vor er svo stefnt á að sá nokkrum fjölda af erlendum vorafbrigðum í sama tilgangi.

Sáðtími og staðsetning hafa áhrif

Önnur tilraun snýr að sáðtíma og notkun áburðar við ræktun vetrarafbrigða. Tilraunin var lögð út sumarið 2021 og benda fyrstu niðurstöður til þess að vaxtarferill plantna sé talsvert ólíkur eftir sáðtíma.

„Plönturnar úr fyrri sáðtímanum eru færri í reit og gefa af sér fleiri hliðarsprota heldur plöntur sem sáð var 20 dögum síðar. Í seinni sáðtímanum eru plönturnar fleiri, hærri og með færri hliðarsprota. Því verður mjög spennandi að uppskera í haust og reikna út niðurstöður,“ segir Sunna.

Akur olíujurta í blóma en helstu nytjar repju og nepju er matarolía ásamt orkuríku hrati sem er verðmætur próteingjafi fyrir skepnur.

Enn önnur tilraun snýr að því að bera saman uppskeruniðurstöður þriggja vorafbrigða nepju og repju á fjórum stöðum á landinu. Þeir eru Klauf í Eyjafirði, Keldudalur í Skagafirði, Hvanneyri í Borgarfirði og Gunnarsholt á Rangárvöllum. Þar verður hægt að sjá hvernig veðurfar og ólíkar jarðvegsgerðir hafi áhrif á þroska plantna og síðan fræuppskeru.

„Vorafbrigðin hafa styttri vaxtartíma en vetrarafbrigðin. En vorafbrigðin þarf hins vegar að uppskera seinna á haustin. Því þarf að líta til hvaða afbrigði skuli nota þegar kemur að landshluta með tilliti til haustveðurs,“ segir Sunna.

Þá nefnir hún einnig aðra tilraun sem hefur það markmið að kanna áhrif áburðarmagns á vornepju, en þar var einu yrki sáð á Hvanneyri og Gunnarsholti með mismunandi köfnunarefnismagni. Allir reitir fengu samt sem áður sama magn af P og K.

Kálfluga herjar á tilraunir

Að sögn Sunnu hafa allar tilraunir sumarsins orðið fyrir barðinu á kálflugu sem hefur sett nokkurt strik í reikninginn, en gæti þó borið með sér auknar upplýsingar í tilraununum.

„Áhugavert verður að sjá hvort eitthvert yrkjanna verst betur gegn kálflugunni en önnur. Einnig hvort áburðarmagn geti bætt upp skaðann af völdum kálflugu,“ segir Sunna.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...