Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Á myndinni eru kjötiðnaðarmenn sem þreyttu sveinspróff í janúar á Akureyri, frá vinstri Jónas Þórólfsson, Guðmundur Kristjánsson, Sigþór Sigurðsson og Rebekka Rún Helgadóttir.
Á myndinni eru kjötiðnaðarmenn sem þreyttu sveinspróff í janúar á Akureyri, frá vinstri Jónas Þórólfsson, Guðmundur Kristjánsson, Sigþór Sigurðsson og Rebekka Rún Helgadóttir.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 10. febrúar 2016

Mikill áhugi fyrir kjötiðnaðarnámi norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við erum afskaplega ánægð með þær góðu viðtökur sem námið hefur fengið hér norðan heiða.  Reynslan er góð og það hentar fólki augljóslega að stunda nám með þessum hætti, í lotum,“ segir Eðvald Sveinn Valgarðsson, sem stýrt hefur námi í kjötiðn við Verkmenntaskólann á Akureyri frá því það var tekið upp að nýju árið 2008. 
 
Námið lagðist af um nokkurra ára skeið, í kringum síðustu aldamót þegar Menntaskólinn í Kópavogi var gerður að móðurskóla í öllu matvælanámi hér á landi. Þeir sem hugðust læra kjötiðn þurftu því að sækja námið þangað.
 
Eðvald segir að beiðni hafi borist frá stóru kjötvinnslufyrirtækjunum fyrir norðan um að taka námið upp að nýju. Farið var að bera á skorti á kjötiðnaðarmönnum, fáa fýsti að taka sig upp úr sínum heimahögum og flytjast búferlum með tilheyrandi kostnaði til að stunda námið. Vel var tekið í þessa ósk og hefur VMA boðið upp á nám í kjötiðn frá árinu 2008. 
 
Góð aðstaða 
 
Eðvald, sem er kjötiðnaðarmeistari, hefur liðin ár starfað sem gæðastjóri hjá Kjarnafæði og fór hann árið 2008 í kennsluréttindanám í Háskólanum á Akureyri. Hann kennir öll bóklegu fagfögin upp úr námsefni sem hann hefur sjálfur sett saman undanfarin ár.  Námsefnið hefur hann m.a. sótt til Danmerkur og þýtt og staðfært.  Allt námsefni er unnið í samræmi við námskrá. Grunnur verklega námsins fer fram í VMA en þar er fyrir hendi góður grunntækjabúnaður. Farið er í gegnum bóklega hráefnisfræði í fyrsta bekk, bók- og verklega úrbeiningu í öðrum bekk og bók- og verklega farsgerð í þeim þriðja.  Auk þess að njóta góðrar aðstöðu í húsakynnum Verkmenntaskólans hafa nemar einnig fengið tækifæri til að æfa sig og þjálfa í kjötvinnslunum Norðlenska og Kjarnafæði auk fleiri staða.  
 
Áfangasigur að halda sveinspróf fyrir norðan
 
Frá árinu 2008 hafa fjórir námshópar verið í gangi í lotunáminu, yfir þrjátíu nemendur og þegar hafa 17 útskrifast með sveinspróf í kjötiðn.  Fyrr í þessum mánuði þreyttu fjórir nemar sveinspróf fyrir norðan og segir Eðvald það mikinn áfangasigur. „Nemar hafa þurft suður í Kópavog í sveinsprófið en við fengum um daginn leyfi til að hafa það fyrir norðan. Það er auðvitað mjög hagkvæmt fyrir okkar nema að þurfa ekki að ferðast um langan veg til að taka prófið auk þess sem þeir eru á heimavelli, vinna við tæki og í því umhverfi sem þeir þegar þekkja,“ segir hann. 
Biðlisti í næsta hóp
 
Loturnar standa yfir á föstudögum og laugardögum en með því fyrirkomulagi er nemendum gert kleift að vinna fulla vinnu til hliðar við námið og hefur það mælst vel fyrir. Eðvald segir meðalaldur nema vera um eða yfir 25 ár og koma þeir af Norðurlandi öllu, frá Blönduósi í vestri að Vopnafirði í austri. Að lágmarki er farið af stað með nýjan námshóp með átta nemendum og segir hann að áhuginn sé mikill. „Við höfum varla undan, einn hópur tekur við af öðrum og nú er staðan þannig að biðlisti hefur myndast fyrir næsta hóp sem fer af stað.“
 
30–40% koma úr sveitum
 
Eðvald segist hafa tekið eftir því að margir sem stundað hafa námið undanfarin ár koma úr sveitum, á milli 30 og 40% nemanna. Gjarnan fólk sem ýmist eru ábúendur á bæjum eða er að taka við rekstri býla. Eins er sterk tenging við aukna heimavinnslu heima á býlunum, margir sem eru að sækja sér þekkingu og menntun eru þegar með heimavinnslu eða hyggja á hana. „Það er virðingarvert að fólk leggur sig fram um að gera hlutina vel og sækir sér góða og viðeigandi menntun til að standa betur að vígi í heimavinnslu sinni,“ segir hann. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...