Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikill fjöldi plantna hefur dáið út
Fréttir 24. júní 2019

Mikill fjöldi plantna hefur dáið út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt gögnum grasa­fræðinga við Kew grasagarðinn í London hafa 571 plöntutegund dáið út síðustu tvær og hálfa öldina. Fjöldi skráðra plöntutegunda sem hafa dáið út á tímabilinu er tvöfalt meiri en tegundir fugla, spen- og froskdýra samanlagt.

Grasafræðingarnir segja að uppgefinn fjöldi byggi á skráðum tegundum sem hafi dáið út en sé ekki ágiskun. Því er líklegt að fjöldi þeirra sé mun meiri þar sem ekki sé til skrá yfir allar plöntutegundir í heiminum, hvað þá þær sem hafa dáið út á síðustu 250 árum.

Könnunin er sú fyrsta sem tekur saman lista yfir þann fjölda plantna sem eru útdauðar. Í listanum er greint frá því hvar viðkomandi planta óx og hvenær hún er skráð sem útdauð. Einnig kemur fram að flestar plöntur hafa dáið út á eyjum í hitabeltinu og þar sem skógareyðing er mikil.

Grasafræðingar við grasagarðinn í Kew hafa á undanförnum áratugum unnið við að safna erfðaefni úr plöntum sem taldar eru vera í útrýmingarhættu. Auk þess sem í garðinum er að finna fjölda eintaka af plöntum sem ekki lengur finnast villtar í náttúrunni. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...