Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 30. mars 2015

Mikilvægi jarðvegsins ótvírætt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 2015 moldinni og hvetja aðildarþjóðir sínar til að stuðla að vitundarvakningu á mikilvægi jarðvegs og jarðvegsverndar af því tilefni.

Opnunarhátíð Árs jarðvegsins fór fram í Tjarnarbíói í gær. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri setti dagskrána og bauð gesti velkomna. Því næst fluttu Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur, ávörp. Að því loknu var heimildarmyndin Dirt! The Movie sýnd en myndin sýnir á áhrifaríkan hátt mikilvægi jarðvegsins fyrir lífið á jörðinni.

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, ávarpaði samkomuna að myndinni lokinni og sagði frá sérstöðu íslensks jarðvegs og kynnti nýja bók sem hann hefir skrifað og nefnist The Soil of Iceland.

Grundvöllur menningarinnar

Í ávarpi sínu sagði Sveinn meðal annars að þrátt fyrir að jarðvegur væri grundvöllur menningarsamfélaga heimsins væri víðast illa farið með hann og jarðvegur meðhöndlaður á ósjálfbæran hátt. „Jarðvegseyðing og jarðvegshnignun er talin ein alvarlegasta ógn jarðarbúa. Sem betur fer er þó jarðvegsvernd að verða meira áberandi viðfangsefni á til að mynda vettvangi Sameinuðu þjóðanna því æ fleiri gera sér grein fyrir því að með jarðvegsvernd tryggjum við betra aðgengi að vatni, aukum vernd á líffræðilegum fjölbreytileika og drögum úr áhrifum loftslagsbreytileika.“
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis­ráðherra sagði það við hæfi að árið 2015 væri tileinkað jarðveginum eða moldinni. „Með því er verið að leggja áherslu á mikilvægi moldarinnar hvað varðar fæðuöryggi og leiðir til að draga úr loftslagsbreytingum er verið að auka vitund þjóða heims á jarðvegsvernd.“

Jarðvegur í borg

Í máli Björns Blöndal, formanns borgarráðs Reykjavíkur, kom fram að þrátt fyrir að finna mætti margs konar jarðvegsgerðir innan borgarmarkanna hefði til skamms tíma lítið verið hugað að mikilvægi varðveislu hans. „Í seinni tíð hafa komið fram hugmyndir um að koma upp jarðvegsmiðlun þar sem hægt væri að leggja inn og nálgast jarðveg og ýta þannig undir skynsamlega nýtingu hans.“

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...