Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ágúst Torfi Hauksson er nýr formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Ágúst Torfi Hauksson er nýr formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 23. febrúar 2018

Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu

Höfundur: smh
Þann 1. febrúar síðastliðinn tók Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska,  við sem stjórnarformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
 
Hann tekur við af Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga (KKS). Stjórnin verður áfram óbreytt og er þannig skipuð: Steinþór Skúlason, varaformaður frá Sláturfélagi Suðurlands, Ágúst Andrésson frá KKS/SKVH/Hella, Ólafur Rúnar Ólafsson frá SAH afurðum á Blönduósi og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís. 
 
Samhljómur sláturleyfishafa
 
Ágúst Torfi segir að það sé of snemmt að segja til um áherslubreytingar því hann hafi tekið við embættinu með skömmum fyrirvara. „Það hefur hins vegar verið þokkalegur samhljómur meðal sláturleyfishafa um þau mál sem fjallað er um á vettvangi samtakanna, svo þörf á verulegum áherslubreytingum er ekki mikil. 
 
Á nýafstöðnum aðalfundi Landssamtaka sláturleyfishafa var samþykkt ályktun þess efnis að fundurinn lýsti fullum stuðningi við stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda í tengslum við viðræður samtakanna við hið opinbera varðandi það að koma á tímabundinni útflutningsskyldu sem lið í lausn á vanda sauðfjárgreinarinnar,“ segir Ágúst spurður um hvort hann styðji hugmyndir forvera hans um að útflutningsskyldu verði aftur komið á. „Ég hygg að allir aðilar samtaka sláturleyfishafa standi að baki þeirri ályktun.“
 
Mikilvægt að fjárfesta í hagræðingu
 
Ágúst Torfi var einnig spurður um hvort afurðastöðvarnar þyrftu að fara í endurnýjun og uppfærslu á sínum húsa- og tækjakosti – og hvort endurskoða þurfi samkeppnisumhverfi greinarinnar, eins og forveri hans hefur talað fyrir. 
 
„Ég er sammála fyrrverandi formanni um að mikilvægt sé að afurðastöðvar starfi við þær aðstæður að þær hafi tök á því að fjárfesta í hagræðingu. Því hefur ekki verið að heilsa undanfarin ár og stendur það greininni að mörgu leyti fyrir þrifum, út úr þeirri stöðu verðum við að komast,“ segir Ágúst Torfi. 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...